Konur, kampavín og kynlíf eiga betra skilið

Kampavín
Kampavín

Hvað fyndist okkur um það ef ömmur okkar hefðu verið seldar til nýlenduþjóðanna í vændi, þegar Ísland var eitt af fátækustu ríkjum Evrópu? Þessari spurningu var varpað fram á Alþingi í dag. Þar fordæmdu þingmenn kampavínsklúbba fyrir að leika á og gera lítið úr löggjafavaldinu og boðuðu breytingar.

„Ef þú drekkur kampavínsflöskuna á 15 mínútum kostar hún 20 þúsund krónur, en ef þú drekkur sömu flösku á klukkutíma þá kostar hún 60 þúsund [...] Það segir okkur hvað þessir staðir eru að leika á okkur löggjafavaldið. Gera lítið úr okkur löggjafavaldinu. Þeir fara í kringum lögin, og við megum ekki beita okkur.“

Þetta sagði Björk Vilhelmsdóttir í jómfrúarræðu sinni á Alþingi í dag, en hún tók þar sæti í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar og lét það vera sitt fyrsta verk að mæla fyrir um þingsályktunartillögu um endurskoðun laga um rekstur veitingastaða, með því markmiði að koma í veg fyrir rekstur staða sem gera út á nekt starfsfólks og aðgengi að líkama þeirra í einkarými.

Himinhátt kampavínsverð ekki lögreglumál

Björk benti á að kampavínsstaðir, eða nektarstaðir, hafi í gegnum árin unnið deilur við bæði lögreglu og sveitastjórnir vegna þess að lögin séu ekki nógu skýr. 

T.d. hafi Strawberries í Lækjargötu kært og unnið mál gegn lögreglu fyrir að hafa lokað staðnum árið 2008, og innanríkisráðuneytið úrskurðað að það væri „ekki í verkahring lögreglunnar að skipta sér af himinháu verði á kampavíni“. Staðurinn hafi því opnað aftur, þó svo lögregla hafi í sínum málflutningi reynt að sanna að kampavínið væri gjaldmiðill fyrir vændi.

Björk rifjaði upp að Reykjavíkurborg hafi einnig fengið á sig úrskurði um að borgaryfirvöld mættu bara gefa umsagnir um opnunartíma og staðsetningu staða, en ekki skipta sér af eðli starfseminnar né taka tillits til ótal kvartana og lögregluskýrslna. Hún sagði koma skýrt fram í nýlegum úrskurðum að hendur sveitastjórna væru bundnar og þær megi ekki segja að ákveðin starfsemi sé andstæð lögum og reglum. 

„En það er hægt að breyta lögunum og tala skýrar,“sagði Björk og bætti við að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi hugmyndir um það með hvaða hætti það verði best gert.

Neyð fátækra kvenna nýtt

„Kampavínsstaðir koma ekki bara óorði á kampavín, þeir markaðssetja og klámgera kynlíf og konur og vinna þannig markvisst gegn réttindum kvenna,“ sagði Björk til útskýringar á því hvers vegna hún telur þessa lagabreytingu mikilvæga.

Hún sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því að konurnar sem verið er að selja gætu verið systur okkar og dætur, en í raun séu þær þó aðallega frá Rúmeníu, Hvíta-Rússlandi og öðrum fátækum löndum.

„Þær eru ginntar með góðu lífi á Vesturlöndum, gerðar að kynlífsþrælum þar til þær hlýða í einu og öllu,“ sagði Björk og minnti á að Íslandi hafi fyrir nokkrum áratugum verið í hópi með fátækustu löndum.

„Hvað fyndist okkur um það ef ömmur okkar hefðu verið seldar til nýlenduþjóðanna sem þá áttu pening? Mér finnst það sjálfri ekki góð tilhugsun ef Stebba amma eða Sigríður amma hefðu verið teknar með þessum hætti og seldar. En þegar þær voru ungar konur var Ísland fátækt land eins og Rúmenía er í dag. Það er hollt fyrir okkur að setja okkur sjálf í þessi spor,“ sagði Björk.

Kynlíf líka fyrir 100 kílóa eldri borgara

Fyrsta ræðutíma sinn á Alþingi nýtti Björk líka til að tala um kynlíf. „Mig langar líka til að tala um kynlíf, því kynlíf er svo gott, sérstaklega með þeim sem við elskum og vilja vera með okkur,“ sagði Björk.

Hún sagði kampavínsklúbba sem markaðssetja konur og um leið kynlíf vera hluta af klámvæðingu sem taki gleði frá þeim sem ekki uppfylli þá staðalmynd sem er til sölu.

„Því það er aldrei verið að selja til dæmis konur eins og mig. En kynlíf er ekki síður fyrir okkur sem eru orðin 100 kíló og komin á virðulegan aldur. Við eigum að berjast fyrir rétti okkar, sem erum ekki samkvæmt staðalmyndinni, og gegn klámvæðingunni sem gerir svo lítið úr þessum þætti í lífi okkar,“ sagði Björk.

Óþolandi að farið sé í kringum kerfið

„Mér finnst að konur, kampavín og kynlíf eigi miklu betra skilið en það sem er í boði á þessum svo kölluðu kampavínsklúbbum,“ sagði hún að lokum og hvatti þingmenn til að sýna þeim sem leikið hafi á löggjafavaldið að þeir geti líka verið viðbragðsfljótir.

Samstaða virðist um tillögu Bjarkar, þvert á stjórnmálaflokka og kyn þingmanna. Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á þessu og sagði fagnaðarefni.

Elín sagði skýran vilja stjórnvalda til að stemma stigu við starfsemi af þessu tagi og því óþolandi að hægt sé að fara í kringum kerfið með því að nota annan gjaldmiðil, eða kalla starfsemina eitthvað annað.

Ræðu Bjarkar má sjá hér að neðan:

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tók sæti á Alþingi í fyrsta ...
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn í gær.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afturkallaði rekstrarleyfi Strawberries í Lækjargötu árið 2008 ...
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afturkallaði rekstrarleyfi Strawberries í Lækjargötu árið 2008 en lokunin var kærð og staðurinn opnaður aftur. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Vildi upplýsa um veikleika í Mentor

16:22 Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um öryggisbrest í skólaupplýsingakerfinu Mentor til persónuverndar, en skráðum notanda í kerfinu tókst í síðustu viku að safna persónuupplýsingum um 422 börn í 96 grunn- og leikskólum víðsvegar um landið, n.t.t. kennitölum og prófílmyndum barnanna. Meira »

FKA og RÚV í samstarf um fjölbreytni

16:15 Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa undirritað samstarf um verkefni sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum, en í því felst að FKA mun auglýsa eftir konum vítt og breytt úr samfélaginu sem hafa áhuga á þjálfun í að miðla sérþekkingu sinni í fjölmiðlum. Meira »

Skuldi fólki opinbera afsökunarbeiðni

16:07 Stjórn Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að stjórnvöld stöðvi strax hina ólögmætu skerðingu og greiði örorkulífeyri miðað við réttan útreikning búsetuhlutfalls frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri

16:06 Veiðifélög landsins láta sleppa rúmlega milljón laxaseiðum að meðaltali á ári í vatnsföll landsins, samtals rúmlega 6 milljón seiðum á fimm árum. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva ræður af svari Fiskistofu að málin séu í algerum ólestri, bæði skil veiðifélaga á fiskræktaráætlunum og eftirlit Fiskistofu. Óvissa sé um hversu mörgum seiðum sé í raun sleppt í árnar og hvernig staðið er að málum. Meira »

„Framtíðin okkar, aðgerðir strax“

15:53 „Framtíðin okkar, aðgerðir strax,“ ómaði á Austurvelli í hádeginu þar sem stúdentar og framhaldsskólanemar mótmæltu aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Fjölmenni var á fundinum sem var sá fyrsti í röð margra samkvæmt skipuleggjendum. mbl.is var á staðnum og það er ljóst að málefnið brennur á ungu fólki. Meira »

Eldur í ruslageymslu í Ljósheimum

15:50 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan þrjú í dag vegna bruna í ruslageymslu fjölbýlishúss að Ljósheimum í Reykjavík. Slökkviliðið upplýsir í samtali við mbl.is að tjónið telst óverulegt þar sem um er að ræða skemmdar tunnur og einhverjar skemmdir á geymslunni. Meira »

Starfsfólkið óskar friðar frá pólitík

15:48 Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar vinnufriðar í skjóli frá stjórnmálaumræðu sem eigi „með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Meira »

Talinn hafa látist eftir inntöku heilaörvandi efnis

15:41 Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á tianeptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics og hafa mörg hver lyfjavirkni. Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Meira »

„Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“

15:26 „Þetta er ekkert sem kemur á óvart,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um ákvörðun þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar um að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Meira »

Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu skotmarkið

15:21 „Það eina sem ég get upplýst um er að þetta beinist að stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður um aðgerðaáætlun félagsins komi til átaka á vinnumarkaði. Meira »

„Berja hausnum við steininn“

15:15 „Með ákvörðun sinni um áframhaldandi veiðar á langreyði er sjávarútvegsráðherra að tefla á tvær hættur og fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ Þetta kemur fram í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Kosið verði aftur í þingnefndir

14:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, treystir því að flokksmenn taki vel á móti Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, sem tilkynntu fyrir skömmu að þeir hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn. Meira »

Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn

14:21 Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ólafi og Karli. Meira »

Þegar orðið tjón vegna verkfalla

13:45 Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að fá fyrirspurnir frá samstarfsaðilum sínum vegna boðaðra verkfallsaðgerða, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is. Hann segir fréttir af stöðunni á Íslandi hafa ratað út fyrir landsteinana. Meira »

Gefur lítið fyrir útreikningana

13:25 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vísar því á bug að kröfur félagsins myndu leiða til 70% - 85% launahækkana. Í samtali við mbl.is segir hann að grundvallarkrafan sé að hækka lágmarkslaun í 425 þúsund krónur á þremur árum og að útfærsla þess sé ekki mótuð. Meira »

Stefán þurfi að skýra skrif sín betur

13:18 „Það er fólk á bak við verkin og við getum ekki hætt að benda á það sem er ekki í lagi,“ segir Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is, en honum finnst Stefán Eiríksson borgarritari þurfa að skýra betur skrif sín um háttsemi borgarfulltrúa á lokuðum vettvangi starfsmanna Reykjavíkurborgar í gær. Meira »

Segir stefna í hörðustu átök í áratugi

12:48 „Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi,“ skrifar Drífa Snædal forseti ASÍ í forsetapistli sínum. Meira »

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

12:12 Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð á Akureyri 1. mars. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um fjármögnun þjónustumiðstöðvarinnar. Meira »

Ákærður fyrir að sigla undir áhrifum fíkniefna

11:49 Skipstjóri hefur verið ákærður fyrir að hafa siglt undir áhrifum fíkniefna frá Flateyri til Suðureyrar um miðjan desember. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir að slökkva á staðsetningartæki skipsins og fyrir að hafa ekki skráð skipverja um borð með réttum hætti. Meira »
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...