Flestum umsóknum synjað

mbl.is/Ómar

Hælisumsóknum fjölgaði um 65% á fyrstu níu mánuðum þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Alls höfðu Útlendingastofnun borist 137 umsóknir um hæli hér á landi um mánaðamótin.

Langflestar umsóknirnar bárust í upphafi árs, þar á meðal 32 í janúar. Fjölda umsókna þá má útskýra með tveimur stórum hópum hælisleitenda frá Króatíu og Albaníu.

Hælisleitendurnir eru af 24 þjóðernum en auk þess er einn ríkisfangslaus. Langflestir eru frá Evrópu en til viðbótar eru 19 einstaklingar frá fimm Asíulöndum, 18 einstaklingar frá 8 Afríkulöndum, þrír eru frá Hondúras og tveir frá Bandaríkjunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »