Enginn varabíll tiltækur

mbl.is/Hjörtur

Um áramót verður sjúkrabílum í Búðardal, Hvammstanga og Ólafsvík fækkað, úr tveimur á hverjum stað í einn. Ef einn bíll er í útkalli er enginn varabíll til staðar. Þórður Ingólfsson héraðslæknir hefur áhyggjur af stöðunni.

„Hér eru vegalengdir miklar og tímafrekt getur verið að komast á milli staða og þess vegna höfum við áhyggjur af því ef fækka á sjúkrabílum á svæðinu. Meðalútkall er eitthvað í kringum fjórir klukkutímar í dag og þau geta farið upp í allt að átta tíma. Þess vegna teljum við mikilvægt að hafa hér sjúkrabíl til vara.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Þórður ekki hafa nákvæma tölu yfir þau tilvik þegar báðir bílarnir eru í útkalli en þau séu nokkur á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert