Þrefalt fleiri karlar en konur

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun.

Karlar eru 70% viðmælenda í ljósvakaþáttum og í fréttum á meðan kvenkyns viðmælendur eru 30% á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013.  Þetta kemur fram í fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), en það kynnti í morgun á niðurstöðum mælinga Creditinfo um viðmælendur í fréttum.

Fram kemur í tilkynningu, að fjölmiðlaverkefninu hafi verið formlega fylgt úr hlaði í morgun, en markmið þess er að auka ásynd kvenna í fjölmiðlum. Verkefninu lýkur formlega haustið 2017. 

Fram kemur í tilkynningu, að í mælingum Creditinfo hafi verið lögð áhersla á að skoða kynjahlutfall viðmælenda í helstu fréttum og þjóðfélagsumræðu, einskorðaðist þessa fyrsta könnun við ljósvakamiðla.

„Helstu niðurstöður voru þær að þrátt fyrir jákvæða þróun séu hlutfall viðmælanda í ljósvakaþáttum og fréttum 70% karlkynsviðmælenda gegn 30% kvenkynsviðmælenda á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013. Heildarfjöldi viðmælenda var yfir 100.000.

Þá eru að að meðaltali um það bil tvöfalt fleiri karlkyns viðmælendur í spjallþjáttum ljósvakamiðlanna á sama tímabili og viðmælendur í ljósvakafréttum eru að meðaltali um það bil þrefalt fleiri karlkyns viðmælendur. Konur virðast vera meira áberandi í spjallþáttum ljósvakamiðlanna en í fréttum,“ segir í tilkynningu.

Þá kemur fram að stefnt sé að því að birta úttektir Creditinfo á stöðu kynjanna og þróuninni á tímabilinu í tengslum við fjölmiðlaverkefni FKA. Það verði unnið í samstarfi við ólíka hagsmunahópa og fræðasamfélagið.

„Á tímabilinu mun lögð áhersla á að koma kvenkynsstjórnendum- og sérfræðingum í atvinnulífinu á framfæri í fjölmiðlum og ekki síður að aðstoða fjölmiðlana að nálgast þær rúmlega 300 félagskonur úr atvinnulífinu sem kost á sér í fjölmiðlaviðtöl. Fjölmiðlar geta nálgast þær áwww.fka.is með því að fara inn á félagatalið og slá inn æskilegt sérsvið undir „Eftir leitarorði“. Félagskonur verða nú hvattar í einn meira mæli til að merkja sig og sína sérþekkingu vel til að auðvelda leit,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert