Bændasamtökin af fjárlögum

Lagt er til að Bændasamtökin fái ekki fé frá ríkinu.
Lagt er til að Bændasamtökin fái ekki fé frá ríkinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar er meðal annars lagt til að hætt verði að veita fjármuni úr ríkissjóði til Bændasamtakanna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Í fjárlögum síðasta árs fengu samtökin 485 milljónir króna í sinn hlut.

Einnig leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, framkvæmdum við hús íslenskra fræða verði frestað til lengri tíma og að Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins verði sameinaðar. Þetta er aðeins hluti þeirra tillagna sem kynntar verða í dag.

Einnig mun vera lagt til að kerfisbreytingar verði gerðar í öllum ráðuneytum, væntanlega til að draga úr kostnaði. Ekki hafa fengist upplýsingar um í hverju þær breytingar felast, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka