Ekkert ofbeldi í MMA

Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ...
Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ofbeldi Eggert Jóhannesson

Umfjöllun með fyrirsögninni „Ofbeldisfyllsta íþrótt í heimi“ birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Í umfjölluninni er rakin saga blandaðra bardagaíþrótta (MMA) og UFC, stærstu mótaraðarinnar í íþróttinni. Í umfjölluninni er rætt við Gunnar Nelson, eina Íslendinginn sem keppt hefur í UFC.

Gunnar segir í samtali við mbl.is að umfjöllun Fréttablaðsins, þá sérstaklega fyrirsögnin, sé á algjörum villigötum. Enginn sé beittur ofbeldi í MMA.

„Þetta er alveg fáránleg fyrirsögn sem á ekkert heima þarna, sérstaklega á þessum tíma. Mér finnst þetta taktlaust og leiðinlegt, því það er ekkert ofbeldi í þessari íþrótt, sérstaklega þegar maður ber hana saman við aðrar íþróttir sem eru raunverulega ofbeldisfullar, eins og til dæmis nautaat, ef það er rétt að kalla það íþrótt,“ segir Gunnar Nelson. 

„Í MMA eru þrautþjálfaðir menn að keppa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og ströngu eftirliti fagaðila.“

Vita um hvað leikurinn snýst

Hann segir að allir sem stíga inn í átthyrninginn vita hvað kunni að bíða þeirra, en keppi samt af fúsum og frjálsum vilja í íþróttinni. Enginn sé því þvingaður til neins.

„Mín skilgreining á ofbeldi er sú að þú neyðir einhvern til einhvers, eða gerir eitthvað við hann sem hann vill ekki taka þátt í. Þarna séu hins vegar tveir þrautþjálfaðir menn, sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í.“

Það sem við aðrar aðstæður væri því flokkað sem ofbeldi er það ekki í keppninni, því allir sem keppi hafi gefið upplýst samþykki fyrir því sem kunni að gerast. 

„Þetta er bara eins og svo margt annað. Ef þú tekur af einhverjum bolta sem á hann og vill ekki að þú takir hann, þá er það ofbeldi. Ef þú gerir það á fótboltavellinum, þá er það ekki ofbeldi, það er fótbolti,“ segir Gunnar.

Gamall fordómastimpill á íþróttinni

Í umfjölluninni er ennfremur dregið fram nafn sem íþróttin fékk á sig í árdögum, „mennskt hanaat“ (e. human cockfighting). „Það var á þeim tíma sem mönnum fannst þetta hrikalega ofbeldisfullt og of fáar reglur. Nú er búið að setja allskonar reglur til að vernda keppendurna. Þetta er bara gamall fordómastimpill á íþróttinni.“ Íþróttin hafi hins vegar breyst mjög mikið frá árinu 1993, og þó svo eðli hennar sé það sama, þá sé búningurinn allt annar.

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri vefritsins MMA fréttir, lýsir undrun sinni á umfjöllun Fréttablaðsins í pistli á vefnum og segir meðal annars: 

„Ofbeldi og íþrótt passa að mínu mati ekki í sömu setningu. [...] Myndin sem fylgir fréttinni er ein blóðugastsa mynd sem ég hef séð í MMA og gefur upp mjög neikvæða mynd af íþróttinni.

Þegar stórir skurðir koma upp í MMA bardögum er mjög vel fylgst með þeim og dómarinn kallar oft til lækni eða hornamann til að stöðva blóðstreymið.

Að sjá svo mikið blóð í MMA bardaga eins og er á myndinni er sjaldgæft sem betur fer. Í heildina dregur þessi grein upp ranga ímynd af íþróttinni,“ skrifar Pétur Marinó.

Á ekkert skylt við ofbeldi

„Meiðsla og slysatíðni í þessari íþrótt er engu meiri en í öðrum íþróttum, þó svo að menn fái marbletti, sprungna vör og glóðarauga, þá slasast menn ekki alvarlega,“ bætir Gunnar við. „Íþróttin er auðvitað harðgerð og lítur skuggalega út fyrir óreynt auga.“ Hann skellir uppúr þegar hann er spurður hvort hann líti á sig sem ofbeldismann. „Nei, ég lít engan veginn á mig sem ofbeldismann og hef aldrei gert. Engan veginn. Eins og ég segi, þetta á ekkert skylt með ofbeldi.“

Eftir að umfjöllunin birtist hafi fjölmargir iðkendur bardagaíþrótta, blandaðra og annarra, lýst undrun sinni á þeirri mynd sem dregin sé upp af íþróttinni og að greinilegt sé að skilgreining blaðsins á ofbeldi fari ekki saman við skilgreiningu iðkenda á því. Valdbeiting með samþykki, eins og gerist í UFC, eigi því ekkert skylt við til dæmis það ofbeldi sem misyndismenn beiti saklausa borgara.

Gunnar Nelson á æfingu
Gunnar Nelson á æfingu Ljósmynd/Jón Viðar
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...