15 bækur tilnefndar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir íslensku bókmennaverðlaunin á Bessastöðum …
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir íslensku bókmennaverðlaunin á Bessastöðum um mánaðamótin janúar/febrúar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013. Tilnefnt er í flokki barna- og unglingabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í fyrsta sinn sem tilnefnt er í flokki barna- og unglingabóka en þetta er jafnframt í 25. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki.

Verðlaunaupphæðin fyrir þær þrjár bækur sem að lokum hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin er ein milljón króna hver.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og unglingabóka:

Andri Snær Magnason

Tímakistan

Útgefandi: Mál og menning

Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen

Brosbókin

Útgefandi: Bókaútgáfan Salka

Sif Sigmarsdóttir

Freyju saga - Múrinn

Útgefandi: Mál og menning

Sigrún Eldjárn

Strokubörnin á Skuggaskeri

Útgefandi: Mál og menning

Vilhelm Anton Jónsson

Vísindabók Villa

Útgefandi: JPV útgáfa

 Dómnefnd skipuðu:

Guðni Kolbeinsson – formaður dómnefndar

Helga Ferdinandsdóttir

Þorbjörg Karlsdóttir

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Eiríkur Guðmundsson

1983

Útgefandi: Bjartur

Guðmundur Andri Thorsson

Sæmd

Útgefandi: JPV útgáfa

Jón Kalman Stefánsson

Fiskarnir hafa enga fætur

Útgefandi: Bjartur

Sjón

Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var til

Útgefandi: JPV útgáfa

Vigdís Grímsdóttir

Dísusaga – Konan með gulu töskuna

Útgefandi: JPV útgáfa

 Dómnefnd skipuðu:

Þorgerður Elín Sigurðardóttir– Formaður

Erna Guðrún Árnadóttir

Tyrfingur Tyrfingsson

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

 Gísli Sigurðsson

Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir?

Útgefandi: Mál og menning

Guðbjörg Kristjánsdóttir

Íslenska teiknibókin

Útgefandi: Crymogea

Guðmundur Páll Ólafsson

Vatnið í náttúru Íslands

Útgefandi: Mál og menning

Jón Gauti Jónsson

Fjallabókin

Útgefandi: Mál og menning

Sölvi Björn Sigurðsson

Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók

Útgefandi: Sögur

 Dómnefnd skipuðu:

Þóra Arnórsdóttir - Formaður

Hildigunnur Sverrisdóttir

Pétur Þorsteinn Óskarsson

 Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.

Tilnefnt til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2013

Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna mun dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka kynna þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum og veitir Forseti Íslands þau á degi bókarinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2013:

 Rannsóknir – Iεtopiai eftir Heródótus frá Halikarnassus

Þýðandi: Stefán Steinsson

Útgefandi: Mál og menning

 

Ó – Sögur um djöfulsskap eftir Carl Jóhan Jensen

Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir

Útgefandi: Uppheimar

Ljóð 1954-2004 eftir Tomas Tranströmer

Þýðandi: Njörður P. Njarðvík

Útgefandi: Uppheimar

Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner

Þýðandi: Rúnar Helgi Vignisson

Útgefandi: Uppheimar

 

Rödd í dvala – La voz dormida eftir Dulce Chacón

Þýðandi: María Rán Guðjónsdóttir

Útgefandi: Sögur útgáfa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert