24 stiga frost í Húnaþingi

Frá Akureyri
Frá Akureyri

Frostið mældist fimmtán gráður á Akureyri klukkan fimm í morgun og tíu gráður í Reykjavík. Á Gauksmýri í Húnaþingi vestra er frostið hins vegar 24 gráður.

Veðurfræðingar vara við því að veður fari versnandi syðst á landinu í kvöld, hvöss austanátt og snjókoma er líður á kvöldið.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring: Norðlæg átt, 5-10 m/s en 8-15 austast fram eftir morgni. Bjartviðri um landið sunnan- og vestanvert en minnkandi él norðaustantil. Hægari og úrkomuminna norðan- og austanlands með morgninum en austlæg átt 5-10 og þykknar upp sunnan- og vestantil. Hvessir syðst og fer að snjóa þar í kvöld. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins, en dregur úr frosti syðst seinnipartinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert