Kortleggja útbreiðslu kanínanna

Villtar kanínur í Elliðaárdalnum
Villtar kanínur í Elliðaárdalnum mbl.is/Eggert

Kanínur voru til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á miðvikudaginn.

Þar voru kynntar niðurstöður fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðinu (SSH) þar sem fjölgun kanína á höfuðborgarsvæðinu var rædd.

„Við erum að fylgjast með stöðunni,“ segir Páll Hjalti Hjaltason formaður umhverfis- og skipulagsráðs spurður hvers vegna kanínukynningin hafi farið fram. „Kanínurnar hafa verið á dagskrá SSH því þær virða að sjálfsögðu ekki mörk sveitarfélaganna. Þetta er eitthvað sem þarf að taka á í stærra samhengi á öllu höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll í Morgunblaðinu í dag og bætir við að Reykjavíkurborg ætli að bíða áttekta, engar ákvarðanir hafi verið teknar um að fara í aðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert