773 umsóknir um listamannalaun

Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður við eitt verka sinna.
Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður við eitt verka sinna. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Alls bárust 773  umsóknir frá einstaklingum og hópum um starfslaun eða ferðastyrki og var úthlutað til 245 einstaklinga og hópa. Til úthlutunar voru 1600 mánaðarlaun. Samkvæmt fjárlögum 2014  eru mánaðarlaunin 310.913 krónur, samkvæmt upplýsingum frá Rannís sem hefur umsjón með úthlutun listamannalauna.

Þrír myndlistarmenn fengu starfslaun í tvö ár: Christoph Büchel, Kristín G. Gunnlaugsdóttir og Ólöf Nordal.

Tveir rithöfundar fengu starfslaun í tvö ár: Eiríkur Örn Norðdahl og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Þrír myndlistarmenn fá starfslaun í eitt ár: Finnur Arnar Arnarson, Guðjón Björn Ketilsson og Katrín Bára Elvarsdóttir.

21 rithöfundur fær starfslaun í tólf mánuði:

Andri Snær Magnason

Auður Jónsdóttir

Bergsveinn Birgisson

Bragi Ólafsson

Einar Már Guðmundsson

Eiríkur Ómar Guðmundsson

Gerður Kristný Guðjónsdóttir

Hermann Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson         

Kristín Eiríksdóttir

Kristín Marja Baldursdóttir

Kristín Ómarsdóttir

Kristín Steinsdóttir

Oddný Eir Ævarsdóttir

Pétur Gunnarsson

Sigurbjörg Þrastardóttir

Sigurður Pálsson

Sjón - Sigurjón B. Sigurðsson

Steinar Bragi

Þórarinn Kr. Eldjárn

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir

Þrjú tónskáld fá síðan starfslaun í tólf mánuði:

Barði Jóhannsson

Hugi Guðmundsson

Snorri Sigfús Birgisson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert