Verstu skipulagsmistök síðustu áratuga í Reykjavík

Á myndinni til vinstri sést útsýnið frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg ...
Á myndinni til vinstri sést útsýnið frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg að Sólfarinu eins og það er í dag. Hægra megin sést hvernig útsýnið, eða sjónlínan, yrði þegar framkvæmdum við háhýsið yrði lokið. Samsett mynd/Jon Kjell Seljeseth

Framkvæmdir við háhýsi í Skuggahverfi við Skúlagötu hafa ekki komið inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þar sem byggingarleyfi hafa byggst á deiluskipulagi sem hefur áður verið samþykkt. Að sögn Hjálmars Sveinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu, er turnabyggðin við Skúlagötuna ein verstu skipulagsmistök síðustu áratuga í borginni.

Framkvæmdir við minni turn af tveimur sem eiga að rísa við Lindargötu 39 og Skúlagötu 22 eru hafnar en eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær mun háhýsið breyta götumynd Frakkastígs umtalsvert og skyggja á útsýni frá Skólavörðuholti niður götuna að sjónum.

Veruleg neikvæð áhrif

Við hrunið fóru framkvæmdir á svæðinu á ís og segir Hjálmar að menn hafi ef til vill ekki verið vakandi fyrir því þegar þær fóru af stað aftur og það hafi komið flatt upp á hann sem hafi talið að varla yrði haldið áfram með sama byggingarmagn og í fyrstu var lagt upp með.

Hann hafi jafnframt ekki gert sér grein fyrir hversu mikið turninn skemmdi sjónlínuna í götunni fyrr en hann sá mynd af honum, séðum frá Frakkastíg, í blaðinu í gær.

„Mér finnst þetta alveg hörmulegt því að þetta er einstaka fallegur sjónás niður Frakkastíginn og listaverkin tvö, Sólfar [við Sæbraut] og Leifur heppni á Skólavörðuholti kallast fallega á,“ segir hann.

Þegar deiliskipulagi var breytt árið 1989 stóð til að fjarlægja hlykk sem er á neðsta hluta Frakkastígs og gera götuna beina alla leið niður að Skúlagötu. Af því varð þó aldrei er því ekki er nóg með að turninn skagi út úr húsalínunni við Frakkastíg núna heldur rís hann langt upp fyrir hana að sögn Hjálmars.

„Hann hefur því verulega neikvæð áhrif á þessa fallegu sjónlínu. Mín skoðun er að þessi stóra turnabygging við Skúlagötuna séu ein verstu skipulagsmistök borgarinnar síðustu áratugi. Á sínum tíma þótti þetta mjög smart en í dag held ég að langflestir séu sammála um að þetta er alltof stórt og tekur of lítið tillit til gömlu Reykjavíkur með fíngert mynstur og fallegar götulínur og sjónása,“ segir hann.

Ekki mögulegt aftur

Hætt er við því að lítið sé hægt að gera í málinu úr því sem komið er en Hjálmar segir þó að málið hafi verið rætt óformlega innan meirihlutans. Útilokað sé þó að álíka mistök verði gerð aftur þar sem í nýsamþykktu aðalskipulagi sé ekki heimild fyrir frekari turnbyggingum á miðborgarsvæðinu.

Breytingar ekki útilokaðar

Byggingarleyfi fyrir turnana tvo sem á að reisa við Lindargötu 39 og Skúlagötu 22 voru samþykkt í janúar sl. og 2012 í samræmi við deiliskipulag frá árinu 2006. Leyfin eru samþykkt af byggingarfulltrúa og fara ekki fyrir pólitísk ráð borgarinnar nema til afgreiðslu.

„Það er margt gagnrýnivert við þetta skipulag og óheppilegt að það hafi gerst,“ segir Björn Stefán Hallsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar.

Hann segir ekkert útilokað með það að breyta áætlunum ef nægur vilji sé fyrir hendi þrátt fyrir að framkvæmdir séu þegar hafnar. „Þeir eru ekki komnir upp úr jörðinni. Það er ekkert orðið raunverulegt fyrr en það er klárað,“ segir Björn.

Pólitískan áhuga þyrfti fyrir því að endurskoða málið því byggingarleyfi séu gefin út í samræmi við gögn sem séu lögformlega frágengin.

Frétt mbl.is: Nýbygging skyggir á sjónlínu

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fljúga 1.100 kílómetra á svifvængjum

22:30 Hans Kristján er staddur í Sviss og mun næstu daga þvera Alpana á svifvængjum. „Þetta er ein magnaðasta keppni í heimi,“ segir hann en drífur sig svo að sofa, því að á morgun flýgur hann 100 kílómetra. Meira »

Lokanir gatna og akstur Strætó 17. júní

22:26 Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Víða væta á þjóðhátíðardegi íslendinga

21:59 „Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Flugkennslu aflýst vegna óánægju

20:40 Eftir að póstur var sendur til flugkennara í verktakavinnu hjá Keili þess efnis að þeim yrði gert að gangast undir kjarasamninga við fyrirtækið, lögðu sumir þeirra niður störf vegna óánægju. Meira »

Græni herinn kom saman á ný

19:30 Græni herinn svokallaði var endurvakinn í dag með táknrænni athöfn á sama stað og hann var upphaflega stofnaður fyrir 20 árum. Efnt var til gróðursetningar í Hveragerði sem mun marka upphaf starfsemi Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun hans. Meira »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...