Eldfjallasetur á Hvolsvelli með útsýni til eldfjalla

Hægt verður að fræðast um eldgos í setrinu sem rís …
Hægt verður að fræðast um eldgos í setrinu sem rís á Hvolsvelli.

„Við viljum fyrst og fremst að þessi framkvæmd sé í sátt við alla íbúa svæðisins. Við viljum efla svæðið og búa til nýjan áfangastað á Hvolsvelli.“

Þetta segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri eldfjallaseturs sem fyrirhugað er að rísi á Hvolsvelli í náinni framtíð, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

„Staðsetningin er valin vegna þess að flott sjónarhorn skapast þegar komið er upp á þak á byggingunni, bein sjónlína á Heklu, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar. Verkefnið mun án vafa stækka kökuna fyrir alla á svæðinu og fá enn fleiri ferðamenn til að lengja dvöl sína á Suðurlandi,“ segir Ásbjörn ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert