3,2 tonn af dúni úr landi

Æðarhreiður á Vatnsleysuströnd. Bændur fá í kringum 170 þúsund krónur …
Æðarhreiður á Vatnsleysuströnd. Bændur fá í kringum 170 þúsund krónur fyrir kílóið en í það þarf um 60 hreiður. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Útflutningstekjur af æðardúni námu 612,6 milljónum króna í fyrra en þá voru 3,2 tonn af dúni flutt úr landi, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Þetta var fjórða árið sem útflutningur nam meira en 3 tonnum og annað árið í röð sem útflutningstekjurnar voru yfir hálfur milljarður króna, segir Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, í umfjöllun um æðarbúskapinn í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða umtalsverða verðmætaaukningu frá fyrra ári en 2012 fluttu Íslendingar út 3,1 tonn af dúni fyrir 515 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert