Dæturnar fara ekki úr landi

Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi í …
Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi í vetur.

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Kim Gram Laursen um afhendingu þriggja dætra hans og Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur úr umráðum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 

Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að Laursen krafðist þess að fá dætur hans og Hjördísar afhentar með beinni aðfarargerð á grundvelli laga um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. (lög nr. 160/1995).

Beiðninni var beint að Barnaverndarnefnd sem Laursen kvað hafa umsjón með börnunum, en Hjördís sætti þá gæsluvarðhaldi í Danmörku, og undir meðferð málsins í héraði var Hjördísi heimiluð aukameðalganga.

Með hinum kærða úrskurði var beiðni Laursen tekin til greina, en Hæstiréttur hafnaði henni með skírskotun til þess að fyrirmæli 5. mgr. 15. gr. barnaverndarlaga leiddu ekki sjálfkrafa til þess að barnaverndarnefnd ætti aðild að máli á grundvelli laga nr. 160/1995 og að samkvæmt lögum um aðför skyldi gerðarbeiðandi beina kröfu sinni að þeim sem án heimildir héldi aðfararandlaginu, en fyrir lá að að börnin voru í umsjá ömmu sinnar á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert