Þungarokkarar í hátísku

Ingó Geirdal, gítarleikari hljómsveitarinnar Dimmu, og Stefán Jakobsson söngvari, vöktu athygli á fimmtudag á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar.  Stefán skartaði sérhannaðri flík sem Selma Ragnarsdóttir, fatahönnuður  gerði og Ingó leitaði til Cindy Smith Dunaway sem gerði búninga fyrir Alice Cooper. 

Dimma hélt útgáfutónleika í Hörpu í vikunni. Bandið er nýbúið að gefa út diskinn Vélráð og var fullt út úr dyrum á tónleikunum þar sem boðið var meðal annars upp á sprengjur og annað álíka sjónarspil. Ingó er jú töframaður og kann þá hluti betur en margur annar að láta áhorfendur verða heillaða. 

Ingó segir að fyrst bróðir sinn, Silli Geirdal, og Birgir Jónsson trommari, hafi keypt sér ný hljóðfæri fyrir þennan tónleikatúr hafi hann ákveðið að leita til Cindy. „Hún er góð vinkona okkar bræðra og fyrst þeir voru búnir að kaupa sér ný og flott hljóðfæri þá bað hana að hanna fyrir mig eitthvað flott fyrir þennan túr. Ég á bara enn gamla gítarinn,“ segir Ingó og hlær en alls gerði Cindy fjóra búninga fyrir hann.

„Við bræður erum búnir að vera spila öðru hvoru með upprunalegu meðlimum Alice Cooper bandsins frá 1998. Kona bassaleikarans í því bandi, hún Cindy, var búningahönnuður Alice Cooper og algjör frumkvöðull þegar kom að þessu glam útliti. Cooper var kominn í glam gallan 1968 - löngu áður en þetta var komið í tísku.“

Lagið Ljósbrá af plötunni Vélráð má sjá hér

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert