Ragnheiður sigurvegari Grímunnar

Óperan Ragnheiður var sigurvegari Grímunnar - íslensku sviðslistaverðlaunanna sem veitt voru í 12. skiptið í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ragnheiður var valin sýning ársins auk þess sem hún var verðlaunuð fyrir bestu tónlist og besta söngvara. Kristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi.

Gullna hliðið í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar hlaut eins og Ragneheiður þrenn verðlaun, fyrir leikstjóra, leikmynd og búninga.

Leikrit ársins var valið Stóru börnin í sviðsetningu Lab Loka og leikari ársins og leikkona í aðalhlutverki komu úr Eldrauninni í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikari ársins og leikkona í aukahlutverki komu úr Furðulegu háttalagi hunds um nótt í sviðsetningu Borgarleikhússins og Óskateinum í sviðsetningu Borgarleikhússins.

Hér að neðan má sjá öll verðlaun kvöldsins:

Sýning ársins 2014
Ragnheiður
eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson
í sviðsetningu Íslensku óperunnar

Leikrit ársins 2014
Stóru börnin
eftir Lilju Sigurðardóttur
í sviðsetningu Lab Loka

Leikstjóri ársins 2014
Egill Heiðar Anton Pálsson
fyrir Gullna hliðið
í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar

Leikari ársins 2014 í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason
fyrir Eldraunina
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikkona ársins 2014 í aðalhlutverki
Margrét Vilhjálmsdóttir
fyrir Eldraunina
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikari ársins 2014 í aukahlutverki
Bergur Þór Ingólfsson
fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt
í sviðsetningu Borgarleikhússins

Leikkona ársins 2014 í aukahlutverki
Nanna Kristín Magnúsdóttir
fyrir Óskasteina
í sviðsetningu Borgarleikhússins 

Leikmynd ársins 2014
Egill Ingibergsson
fyrir Gullna hliðið
í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar

Búningar ársins 2014
Helga Mjöll Oddsdóttir
fyrir Gullna hliðið
í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar

Lýsing ársins 2014
Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek
fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt
í sviðsetningu Borgarleikhússins

Tónlist ársins 2014
Gunnar Þórðarson
fyrir Ragnheiði
í sviðsetningu Íslensku óperunnar 

Hljóðmynd ársins 2014
Vala Gestsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson
fyrir Litla prinsinn
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Söngvari ársins 2014
Elmar Gilbertsson
fyrir Ragnheiði
í sviðsetningu Íslensku óperunnar

Dansari ársins 2014
Brian Gerke
fyrir F A R A N G U R
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Danshöfundur ársins 2014
Valgerður Rúnarsdóttir
fyrir F A R A N G U R
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Útvarps­verk árs­ins 2014
Söngur hrafnanna
eftir Árna Kristjánsson
Leikstjórn Viðar Eggertsson
Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á RÚV

Sproti ársins 2014
Tyrfingur Tyrfingsson – leikskáld
fyrir Bláskjá
í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Barnasýning ársins 2014
Hamlet litli
eftir Berg Þór Ingólfsson
í sviðsetningu Borgarleikhússins 

Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014
Kristbjörg Kjeld

Eldraunin með flestar tilnefningar

Eld­raun­in eft­ir Arth­ur Miller í leik­stjórn Stef­ans Metz, í sviðssetn­ingu Þjóðleik­húss­ins, fékk flest­ar til­nefn­ing­ar eða ell­efu tals­ins.

Næst­flest­ar til­nefn­ing­ar, eða 10, hlaut óper­an Ragn­heiður eft­ir Gunn­ar Þórðar­son og Friðrik Erl­ings­son í leik­stjórn Stef­áns Bald­urs­son­ar og í sviðsetn­ingu Íslensku óper­unn­ar.

Sýn­ing­arn­ar Furðulegt hátta­lag hunds um nótt eft­ir Simon Stephens í leik­stjórn Hilm­ars Jóns­son­ar, í sviðsetn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins, og Gullna hliðið eft­ir Davíð Stef­áns­son í leik­stjórn Eg­ils Heiðars Ant­ons Páls­son­ar, í sviðsetn­ingu Leik­fé­lags Ak­ur­eyr­ar, hlutu hvor um sig sjö til­nefn­ing­ar.

Um sjö­tíu verk komu til greina til Grímu­verðlauna, þar af 7 út­varps­verk, 10 barna­leik­hús­verk, 18 dans­verk og 40 sviðsverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert