Bannað að tala um fílinn í stofunni

Þrátt fyrir að hafa verið úthýst úr samfélaginu eru reglur, ...
Þrátt fyrir að hafa verið úthýst úr samfélaginu eru reglur, boð og bönn á meðal utangarðsfólks. Ljósmynd/Gísli Hjálmar Svendsen

Ljósmyndarinn Gísli Hjálmar Svendsen fór sérstaka og áhrifaríka leið þegar hann vann lokaverkefni sitt í Ljósmyndaskólanum. Með heimildarljósmyndun varpar hann einstöku ljósi á líf þeirra sem eru utangarðs í samfélaginu. Þeim sem hvergi eiga höfði sínu að halla hefur ekki aðeins verið úthýst úr samfélaginu heldur líka úr fjölskyldum og af þeim napra veruleika bregður Gísli upp mynd.

Veruleiki og heimur hinna heimilislausu er mörgum algjörlega ókunnur og gera fæstir sér grein fyrir því hversu margir eru utangarðs í okkar eigin samfélagi. Af hverju sú vitneskja er á höndum fárra er ekki gott að segja en ljóst er að hluti vandans stafar af því að augu okkar geta verið lokuð fyrir því sem er óþægilegt, vandræðalegt og erfitt.

Gísli Hjálmar Svendsen útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í febrúar síðastliðnum og hefur útskriftarverkefni hans, Utangarðmenn, fengið mikla athygli. Gísli byrjaði að mynda utangarðsfólk árið 2006 en þegar hann hóf nám árið 2011 ákvað hann að sinna þeirri köllun sem hann hafði orðið fyrir og fór að mynda þennan sérstaka hóp fólks af fullum þunga. 

Mikil vinna er að baki, enda tók það sinn tíma að ávinna sér traust fólksins og varði Gísli miklum tíma með því. Hann var með því heilu og hálfu dagana, jafnvel heilu næturnar, og tók aldrei myndir nema með fullu samþykki fólksins.

Banvænn sjúkdómur

Athyglin sem myndir Gísla hafa vakið, bæði á sýningu útskriftarnema og á vefsíðu Ljósmyndaskólans, segir okkur að myndefnið sé áhugavert og sömuleiðis að á myndunum sjáist eitthvað sem fólk þekki ekki, veiti sýn inn í „hið forboðna“ sem fólk er forvitið um. Falið vandamál í nærumhverfinu. Eða „fílinn í stofunni“ eins og Gísli orðar það, og sjálfur þekkir Gísli til þess vandamáls.

 „Allt mitt líf hefur þessi heimur verið hluti af veruleika mínum. Mín eigin reynsla er helsti hvatinn að því að leyfa fólki að fá smjörþefinn af lífi utangarðsfólks. Uppeldisbróðir minn svipti sig lífi í fangelsinu við Hverfisgötu eftir að hann var tekinn í eitt skipti af mörgum. Úrræðin voru engin og það var hans lausn að hengja sig þar. Annar maður nátengdur mér, frændi minn, fannst með dæluna í handleggnum. Það var komið að honum þannig, látnum, fyrir tveimur árum,“ segir Gísli. Þessi reynsla knúði hann áfram. Hann langaði til að sýna hvernig lífi utangarðsfólks er háttað.

„Ég vildi sýna hvernig þetta líf er í raun og veru en ekki eins og sagt er að það sé. Þetta er ekki eins og sú mynd sem dregin hefur verið upp af róna sem situr á rúmstokki með matarpoka frá Bónus af því að einhver gaf þúsundkall. Heimurinn er ekki þannig. Hann er grafalvarlegur og brútal. Þetta er óvæginn og hræðilegur heimur. Og þangað leiðist fólk af því að það hefur engin önnur ráð. Á meðan við erum með meðferðarkerfi eins og Vog er þetta þannig að fólk er sett á biðlista sem miðast við það hversu oft það er búið að fara í meðferð. Það er ekki horft á hverjar aðstæður fólks eru nema í einstaka tilvikum þegar fólk er með börn eða eitthvað í þá veru. Þegar kemur að þessum klassísku rónum sem vilja komast inn, eru orðnir þreyttir og búnir að fá nóg, er ekki hægt að komast inn og þeir þurfa að bíða í þrjá mánuði,“ útskýrir Gísli.

Á þeim þremur mánuðum getur margt gerst. Sumir láta lífið vegna sjúkdómsins og fíknin getur líka leitt menn út í alvarleg afbrot af ýmsu tagi.

Fíllinn í stofunni

Frá því að Gísli hóf þetta verkefni, árið 2011, hefur margt utangarðsfólk látið lífið. „Það eru fallnir frá að minnsta kosti fimm einstaklingar sem ég kynntist persónulega í gegnum verkefnið,“ segir hann en þá eru ekki taldir með ættingjar hans tveir sem létu lífið á sama tímabili. Það segir okkur að talan getur sannarlega verið mun hærri. Á bak við tölurnar er fólk og á bak við fólkið eru fjölskyldur.

Eins og Gísli þekkir sjálfur getur verið þyngra en tárum taki að eiga ættingja sem er bæði fíkill og illa haldinn af andlegum veikindum. Í sumum tilfellum eru fjölskyldurnar helsjúkar og afneita vandanum að sögn Gísla.

„Það er þetta með fílinn í stofunni sem allir sjá og vita af en það má enginn tala um hann.“ Það getur verið erfitt að fela fílinn en margar fjölskyldur fíkla reyna það eftir sem áður.

Mikilvæg heimild

Á næstu mánuðum kemur út bókin Óminni hversdagsleikans, sem er með myndum Gísla af útigangsfólki og texta sem segir söguna á bak við myndirnar. „Ég hef tekið gríðarlegt magn af vídeóefni og ég á allar samræðurnar, birtingarhæfar og óbirtingarhæfar. Ekki man ég hversu mörg þúsund mynda ég á af þessu umhverfi og fólkinu,“ segir Gísli, en allar þær tilvitnanir sem eru notaðar í bókinni á hann til á myndskeiðum, sem eru aðalheimildin fyrir oft átakanlegum texta bókarinnar.

Til dæmis þar sem útigangskona lýsir skelfilegri reynslu þar sem þrír karlmenn halda henni fastri og nauðga henni. Hún sagði að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem hún hefði orðið fyrir slíku grimmilegu kynferðisofbeldi.

„Þetta er óhugnanlega algengt í þessum aðstæðum. Geturðu ímyndað þér konu sem upplifir þetta og er líka í fangelsi sjúkdómsins með einhver skilyrt úrræði fyrir meðferð? Hvernig það er að lifa svona?“

Það er ljóst að fáir geta sett sig í þau spor en Gísli er sannfærður um að hægt sé að skilja stöðu utangarðsfólks enn betur og þar af leiðandi megi leita leiða til að taka á vanda þessa hóps fólks. Bókin er áhrifarík og skiptir samspil texta og mynda þar miklu.

„Textinn í bókinni gefur myndunum aukið vægi því hann tengir lesandann við þetta sjónræna,“ segir Gísli, sem vill alls ekki að ljósmyndarinn sjálfur sé aðalatriðið í þessari frásögn heldur fólkið og sagan sem það segir í textanum sem fylgir myndunum. Gísli er sögumaðurinn en ekki höfundur sögunnar, ef svo má segja, og það vill hann að komi fram. Þessa sögu þarf að segja og ef ein mynd segir meira en þúsund orð er bókin býsna mikilvæg heilmild um líf þeirra sem eru utangarðs í íslensku samfélagi. Það verður sannarlega áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þegar bókin kemur út, sem vonandi verður í haust.

Fleiri myndir úr verkefni Gísla Hjálmars Svendsen ljósmyndara má sjá á vef Ljósmyndaskólans.

Gísli Hjálmar Svendsen segir sögu utangarðsfólks í myndum.
Gísli Hjálmar Svendsen segir sögu utangarðsfólks í myndum. Ljósmynd/Gísli Hjálmar Svendsen
Reynsla ljósmyndarans knúði hann til að vinna margra ára ljósmyndaverkefni ...
Reynsla ljósmyndarans knúði hann til að vinna margra ára ljósmyndaverkefni um útigangsfólk á Íslandi. Ljósmynd/Gísli Hjálmar Svendsen
Öll börn þessarar konu voru tekin frá henni vegna sjúkdómsins. ...
Öll börn þessarar konu voru tekin frá henni vegna sjúkdómsins. Eftir sem áður er hún móðir. Ljósmynd/Gísli Hjálmar Svendsen
Bók Gísla, Óminni hversdagsleikans, kemur út á næstunni, með myndum ...
Bók Gísla, Óminni hversdagsleikans, kemur út á næstunni, með myndum af útigangsfólki og texta með sögunni á bak við myndirnar.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...