Hraunið nálgast Jökulsá

Hraunið stækkar dag frá degi.
Hraunið stækkar dag frá degi.

Hraunið sem komið hefur upp í eldgosinu í Holuhrauni heldur áfram að lengjast til norðurs og nálgast Jökulsá á Fjöllum.

Í morgun var talið að útbreiðsla hraunsins væri um 11 km2 en það hefur stækkað síðan. Ekkert lát er á eldgosinu, en það hefur nú staðið í meira en fjóra sólarhringa.

Vísindamenn hafa úti allar klær við að afla upplýsinga um eldgosið og hraunið. Ármann Höskuldsson sendir lýsingar á stöðu goss, flæði hrauns og gps hnit af jaðri þess oft á dag, en hann og fleiri vísindamenn Jarðvísindastofnunar eru að störfum á vettvangi og fylgjast grannt með gangi mála.

Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar standa einnig vaktina, við öflun ratsjár- og hitamynda úr lofti, með flugvélinni TF SIF. Þannig næst einnig yfirlit yfir svæði sem ekki er óhætt að nálgast á landi. Allar tiltækar gervitunglamyndir eru nýttar til að fylgjast með málum. Þessi gögn eru síðan miðuð við grunnkort Landmælinga Íslands og loftmyndir frá Loftmyndum ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert