Dæling úr vélarrúmi Akrafells ekki hafin

Akrafell á strandstað.
Akrafell á strandstað. Ljósmynd/Jens Dan Kristmannsson

Akrafell, gámaflutningaskip Samskipa, sem strandaði undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskúðsfjarðar aðfaranótt 6. september síðastliðins, er enn í höfn á Eskifirði.

Dæling á sjó úr vélarrúmi skipsins er enn ekki hafin, samkvæmt upplýsingum Önnu Guðnýjar Aradóttur, forstöðumanns markaðs- og samskiptamála Samskipa.

„Ástæða þess að dæling á sjó úr vélarrúminu er enn ekki hafin er sú, að það er verið að vinna í því að þétta skipið eftir lekann sem kom að því við strandið,“ segir Anna Guðný í  Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert