Reykur í útibúi Landsbankans

Slökkvibíll og sjúkrabifreið fóru á vettvang.
Slökkvibíll og sjúkrabifreið fóru á vettvang.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að útibúi Landsbankans við Borgartún 33 í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Tilkynnt var um hvítan reyk og lykt sem barst frá kjallara hússins en grunur leikur á að rafmagnsinntak hafi brunnið yfir. 

Starfsmenn voru komnir út þegar slökkvilið bar að garði. Tilkynning barst kl. 14:39.

Unnið er að reyklosun samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Engan hefur sakað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert