Gjörbreytt sýn á jökulinn

Eyjafjallajökull hefur látið undan síga, eins og aðrir jöklar landsins. Þessi fallegi jökull sem margir hafa skoðað frá útsýnisstað á hringveginum hefur látið mikið á sjá. Askan úr gosinu 2010 á sinn þátt í því.

„Það er gjörbreytt sýn á jökulinn frá því sem var fyrir fáeinum árum. Það voru sker sem rétt grillti á í lok ágúst 2009 en eru nú orðin að heilum fjöllum,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, sem tók meðfylgjandi myndir í lok ágúst 2009 og 2014, með nánast nákvæmlega fimm ára millibili.

Í millitíðinni gaus Eyjafjallajökull og þakti askan stóran hluta jökulsins. Það hefur væntanlega flýtt fyrir bráðnun. Auk þess hafa verið rigningasumur í ár og á síðasta ári. Svörtu öskuflekkirnir koma því vel fram og ekki alltaf auðvelt að greina á milli þeirra og lands sem jökull hefur hopað af. Ólafur segir að áður fyrr hafi Guðnasteinn, hæsti tindurinn fyrir miðri mynd, ekki sést fyrr en í byrjun ágúst og þá sem svartur klettur, en nú sé hann orðinn að svörtum snjólausum kolli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert