„Þetta hættir einn góðan veðurdag“

Þessi mynd var tek­in yfir gosstöðvun­um í vik­unni.
Þessi mynd var tek­in yfir gosstöðvun­um í vik­unni. Árni Sæberg

„Það dregur úr þessu hægt og rólega þar til þetta hættir einn góðan veðurdag. Það er þó ómögulegt að segja til um hvaða dag það verður,“ segir Ármann Hösk­ulds­son eld­fjalla­fræðing­ur um stöðu mála við Bárðarbungu.

Enn er mik­il skjálfta­virkni og sig í Bárðarbungu. Jarðskjálft­arn­ir koma í hrin­um sem enda oft með stór­um skjálfta. Rúmlega 50 skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti og var sá stærsti 4,9 að stærð kl. 11:09. Í gær mældist stór skjálfti af stærð 5,3 stig við norðanverða brún Bárðarbungu­öskj­unn­ar.

„Þetta er svona jafnt og þétt. Það dregur úr þessu hægt og rólega en það er heilmikið gos ennþá,“ segir Ármann. Hann segir breytingar á milli daga ekki vera miklar. „Það hefur dregið mikið úr gosinu frá því í byrjum og það dvínar hægt og rólega. En það er enginn svakalegur dagamunur.“ Þá segir hann hraunrennslið hafa minnkað mikið.

Nokkuð hef­ur dregið úr virkni eld­goss­ins í Holu­hrauni, en gasmeng­un er helsta vanda­málið sem gosið skap­ar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert