Biophilia á sér engin landamæri

Frá Biophilia kennsluverkefninu. Börnin nota spjaldtölvur í miklum mæli.
Frá Biophilia kennsluverkefninu. Börnin nota spjaldtölvur í miklum mæli. Mynd/Curver Thoroddsen

Norrænu samstarfi um kennsluverkefnið Biophilia verður formlega hleypt af stokkunum í vikunni. Árið 2014 fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni og í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia kennsluverkefnið eitt af þeim. Verkefnið er til þriggja ára, árið 2014 fer í undirbúning, 2015 í framkvæmd á Norðurlöndunum og árið 2016 í mat og eftirfylgni.

Verkefnið á uppruna sinn hér á landi þar sem Björk Guðmundsdóttir hefur þróað þessa nýstárlegu aðferð í samstarfi við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg. Biophilia kennsluverkefnið byggist m.a. á þeirri grunnhugmynd að best sé að börn hefji listiðkun sína með sköpun þar sem tónlist, vísindi og tækni eru samþætt á nýstárlegan hátt. Með Biophiliu aðferðinni er leitast við að brjóta upp hið hefðbundna kennsluform. Kennarar, fræði- og vísindamenn, listamenn, hugvitsmenn og aðrir þátttakendur vinna þverfaglega, á milli skólastiga,  námsgreina, vísinda og lista þar sem sköpun er notuð sem kennsluaðferð og til að örva umhverfisvitund.

Verður kennd í 3-5 skólum að  lágmarki

Á morgun munu samstarfsaðilar frá öllum fimm Norðurlöndunum auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands koma saman á Íslandi til að taka fyrstu skrefin í norræna samstarfinu. Hvert landanna hefur skipað stýrihóp og tilgreint þau svæði þar sem Biophila verður kennd á hverju ári. Í Danmörku verður það í Álaborg, Grankulla/Kaunainen í Finnlandi, Strand í Noregi, Sundsvall í Svíþjóð, Mariehamn á Álandseyjum, Þórshöfn í Færeyjum og Sisimiut í Grænlandi. 

„Biophilia verður kennd í 3-5 skólum að lágmarki í hverju landi. Stýrihóparnir koma hingað og taka þátt í þróun verkefnisins með okkur. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu því það eru afar fá verkefni sem hafa náð þessu víðtæka samstarfi á öllum Norðurlöndunum,“ segir Arnfríður Valdimarsdóttir, einn af verkefnastjórum Biophilia. „Stýrihóparnir eru þverfaglegir og í þeim eru fulltrúar skólayfirvalda svæðanna, menningarstofnana og háskóla- eða rannsóknarstofnana. Það kjarnar þessa þverfaglegu vinnu sem snýst um að brjóta niður landamæri og hugsa út fyrir kassann sem er eitt af grunnöflum Biophiliu.“

Auður Rán Þorgeirsdóttir, annar verkefnastjóri Biophilia bætir við að koma stýrihópana hafi tvíþætt markmið. „Það er að kynna verkefnið enn frekar og sjá til þess að undirbúa löndin og taka fyrstu skref í framkvæmd verkefnisins.“

Þær segja að fundurinn sem hefst á morgun sé ákveðinn hápunktur í Biophilia ferlinu. „Verkefnið þróaðist fyrst hérna í Reykjavík árið 2011 og var þá samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur,“ segir Arnfríður. „Undanfarin ár hafa verið undirbúningur að þessu og nú er  ákveðinn hápunktur að fara að eiga sér stað.“

Útrásin dýpkar verkefnið

Með Biophiliu er reynt að brjóta upp hefðbundin kennsluform með til dæmis iPad spjaldtölvum og eru verkefnastjórarnir sammála um að það tæki hafi breytt gífurlega miklu á stuttum tíma. 

„Með þessari útrás til Norðurlandanna verður verkefnið mun dýpra. Það verður þróað nýtt kennsluefni sem á að geta nýst á fleiri stöðum en aðeins á Norðurlöndum. Kennsluverkefnið Biophilia er orðið miklu dýpra en það var og það verður notað áfram næstu ár,“ segir Auður.

Björk tekur mikinn þátt í þróuninni

Aðspurðar hvort að Björk sjálf sé ánægð með þróun Biophilia segja Auður og Arnfríður svo vera. „Hún er rosalega ánægð. Hún hefur verið mjög tengd frá upphafi í gegnum alla þessa þróun og tekið þátt og átt frumkvæði að ákveðinni vinnu sem fór af stað í vor,“ segir Arnfríður.

„Við fengum sérfræðinga á sínum sviðum frá öllum Norðurlöndum, stjarneðlisfræðingar, listamenn, líffræðingar og kennarar og fleiri sem voru í fjóra daga með Björk hér á landi. Þar var farið í gegnum hvaða kennsluefni hafi safnast og hugmyndir fram að þessu. Sérfræðingarnir fóru í það að bæta við það efni og Björk leiddi þá vinnu,“ segir hún og bætir við að Björk sé gífurlega metnaðarfull þegar það kemur að verkefninu.

„Það er svo mikill metnaður hjá henni. Hún sér fyrir sér hvernig krakkar geta lært tónlist, tónfræði og að skapað tónlist á aðgengilegri hátt en kannski þegar hún var að læra sem barn. Það er búið að breytast mikið en þaðan sprettur þessi grunnur hennar og metnaður.“

„Fyrir utan spjaldtölvu innleiðinguna þá hefur þetta listaverk, Biophilia orðið að stóru kennsluverkefni sem er mjög jákvætt,“ bætir Auður við.  „Ávinningurinn með því að nú er búið að breyta samtali milli faghópa og brjóta upp hefðbundið kennsluform. Árið 2016 eigum við eftir að sjá vel hver útkoman verður og hversu mikilvægt það er að nota sköpun við kennslu og rannsóknir.“

Arnfríður Valdimarsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Arnfríður Valdimarsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Auður Rán Þorgeirsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Auður Rán Þorgeirsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Frá Biophilia kennslu í Hörpu.
Frá Biophilia kennslu í Hörpu. Mynd/Curver Thoroddsen
Mynd/Curver Thoroddsen
mbl.is

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...