Biophilia á sér engin landamæri

Frá Biophilia kennsluverkefninu. Börnin nota spjaldtölvur í miklum mæli.
Frá Biophilia kennsluverkefninu. Börnin nota spjaldtölvur í miklum mæli. Mynd/Curver Thoroddsen

Norrænu samstarfi um kennsluverkefnið Biophilia verður formlega hleypt af stokkunum í vikunni. Árið 2014 fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni og í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia kennsluverkefnið eitt af þeim. Verkefnið er til þriggja ára, árið 2014 fer í undirbúning, 2015 í framkvæmd á Norðurlöndunum og árið 2016 í mat og eftirfylgni.

Verkefnið á uppruna sinn hér á landi þar sem Björk Guðmundsdóttir hefur þróað þessa nýstárlegu aðferð í samstarfi við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg. Biophilia kennsluverkefnið byggist m.a. á þeirri grunnhugmynd að best sé að börn hefji listiðkun sína með sköpun þar sem tónlist, vísindi og tækni eru samþætt á nýstárlegan hátt. Með Biophiliu aðferðinni er leitast við að brjóta upp hið hefðbundna kennsluform. Kennarar, fræði- og vísindamenn, listamenn, hugvitsmenn og aðrir þátttakendur vinna þverfaglega, á milli skólastiga,  námsgreina, vísinda og lista þar sem sköpun er notuð sem kennsluaðferð og til að örva umhverfisvitund.

Verður kennd í 3-5 skólum að  lágmarki

Á morgun munu samstarfsaðilar frá öllum fimm Norðurlöndunum auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands koma saman á Íslandi til að taka fyrstu skrefin í norræna samstarfinu. Hvert landanna hefur skipað stýrihóp og tilgreint þau svæði þar sem Biophila verður kennd á hverju ári. Í Danmörku verður það í Álaborg, Grankulla/Kaunainen í Finnlandi, Strand í Noregi, Sundsvall í Svíþjóð, Mariehamn á Álandseyjum, Þórshöfn í Færeyjum og Sisimiut í Grænlandi. 

„Biophilia verður kennd í 3-5 skólum að lágmarki í hverju landi. Stýrihóparnir koma hingað og taka þátt í þróun verkefnisins með okkur. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu því það eru afar fá verkefni sem hafa náð þessu víðtæka samstarfi á öllum Norðurlöndunum,“ segir Arnfríður Valdimarsdóttir, einn af verkefnastjórum Biophilia. „Stýrihóparnir eru þverfaglegir og í þeim eru fulltrúar skólayfirvalda svæðanna, menningarstofnana og háskóla- eða rannsóknarstofnana. Það kjarnar þessa þverfaglegu vinnu sem snýst um að brjóta niður landamæri og hugsa út fyrir kassann sem er eitt af grunnöflum Biophiliu.“

Auður Rán Þorgeirsdóttir, annar verkefnastjóri Biophilia bætir við að koma stýrihópana hafi tvíþætt markmið. „Það er að kynna verkefnið enn frekar og sjá til þess að undirbúa löndin og taka fyrstu skref í framkvæmd verkefnisins.“

Þær segja að fundurinn sem hefst á morgun sé ákveðinn hápunktur í Biophilia ferlinu. „Verkefnið þróaðist fyrst hérna í Reykjavík árið 2011 og var þá samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur,“ segir Arnfríður. „Undanfarin ár hafa verið undirbúningur að þessu og nú er  ákveðinn hápunktur að fara að eiga sér stað.“

Útrásin dýpkar verkefnið

Með Biophiliu er reynt að brjóta upp hefðbundin kennsluform með til dæmis iPad spjaldtölvum og eru verkefnastjórarnir sammála um að það tæki hafi breytt gífurlega miklu á stuttum tíma. 

„Með þessari útrás til Norðurlandanna verður verkefnið mun dýpra. Það verður þróað nýtt kennsluefni sem á að geta nýst á fleiri stöðum en aðeins á Norðurlöndum. Kennsluverkefnið Biophilia er orðið miklu dýpra en það var og það verður notað áfram næstu ár,“ segir Auður.

Björk tekur mikinn þátt í þróuninni

Aðspurðar hvort að Björk sjálf sé ánægð með þróun Biophilia segja Auður og Arnfríður svo vera. „Hún er rosalega ánægð. Hún hefur verið mjög tengd frá upphafi í gegnum alla þessa þróun og tekið þátt og átt frumkvæði að ákveðinni vinnu sem fór af stað í vor,“ segir Arnfríður.

„Við fengum sérfræðinga á sínum sviðum frá öllum Norðurlöndum, stjarneðlisfræðingar, listamenn, líffræðingar og kennarar og fleiri sem voru í fjóra daga með Björk hér á landi. Þar var farið í gegnum hvaða kennsluefni hafi safnast og hugmyndir fram að þessu. Sérfræðingarnir fóru í það að bæta við það efni og Björk leiddi þá vinnu,“ segir hún og bætir við að Björk sé gífurlega metnaðarfull þegar það kemur að verkefninu.

„Það er svo mikill metnaður hjá henni. Hún sér fyrir sér hvernig krakkar geta lært tónlist, tónfræði og að skapað tónlist á aðgengilegri hátt en kannski þegar hún var að læra sem barn. Það er búið að breytast mikið en þaðan sprettur þessi grunnur hennar og metnaður.“

„Fyrir utan spjaldtölvu innleiðinguna þá hefur þetta listaverk, Biophilia orðið að stóru kennsluverkefni sem er mjög jákvætt,“ bætir Auður við.  „Ávinningurinn með því að nú er búið að breyta samtali milli faghópa og brjóta upp hefðbundið kennsluform. Árið 2016 eigum við eftir að sjá vel hver útkoman verður og hversu mikilvægt það er að nota sköpun við kennslu og rannsóknir.“

Arnfríður Valdimarsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Arnfríður Valdimarsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Auður Rán Þorgeirsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Auður Rán Þorgeirsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Frá Biophilia kennslu í Hörpu.
Frá Biophilia kennslu í Hörpu. Mynd/Curver Thoroddsen
Mynd/Curver Thoroddsen
mbl.is

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

Í gær, 17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Í gær, 17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

Í gær, 17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Í gær, 16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...