Farþegar Strætó hlúðu að slösuðum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við hjá Strætó bs viljum endilega koma á framfæri þakklæti til farþega á leið 57A á leið til Akureyrar um miðjan dag í gær, fyrir hjálpsemi og þolinmæði vegna aðstæðna sem komu upp á leið Norður,“ segir í fréttatilkynningu 

Strætisvagn nr. 57A, á leið til Akureyrar ók fram á slys, við bæinn Vagla við Blönduhlíð í gær þar sem fólksbíll hafði farið útaf í mikilli hálku. „Okkar frábæri vagnstjóri Þórdís Mjöll Reynisdóttir hringdi eftir aðstoð á meðan farþegar Strætó fóru að aðstoða fólkið sem lent hafði í slysinu,“ segir í tilkynningu Strætó.

Farþegarnir í vagninum voru ótrúlega hjálpsamir og lögðust á eitt við að hlúa að bílstjóra og farþegum sem lent höfðu í slysinu. Atvikið seinkaði vagninum um 40 mínútur.

Strætó vill nota tækifærið og þakka farþegum leiðar 57A fyrir dygga aðstoð í þessum erfiðu aðstæðum. „Jafnframt vonum við að þeir sem í slysinu lentu hafi ekki slasast alvarlega og nái sér að fullu sem fyrst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert