Hægur vöxtur einkaneyslu

Lítill vöxtur innlendrar einkaneyslu veldur hagfræðingum heilabrotum en hann á veigamikinn þátt í því að hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins mældist aðeins 0,5%.

Þannig kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands að hagvöxtur var neikvæður um 2,7% á fyrsta ársfjórðungi og aftur neikvæður um 1,6% á öðrum ársfjórðungi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, bendir þar á að efnahagslægð sé skilgreind sem neikvæður vöxtur tvo fjórðunga í röð. Spurður hvers vegna einkaneysla aukist ekki meira segir Yngvi að líklega sé ástæðan sú að heimilin séu enn að endurheimta fyrri stöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert