Fyrsta rafbílaleiga landsins

Aðalsteinn hefur fengið þennan Nissan Leaf-bíl til umráða og stefnir …
Aðalsteinn hefur fengið þennan Nissan Leaf-bíl til umráða og stefnir á að fá sér Tesla-jeppling þegar hann kemur á markað. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalsteinn Lárus Skúlason, 21 árs athafnamaður, hefur fengið leyfi fyrir að reka bílaleiguna Electric Carrental og ætlar hann aðeins að vera með rafbíla í sínum bílaflota.

Aðalsteinn er kominn með sinn fyrsta bíl, Nissan Leaf, en stefnan er að fjölga bílum með vorinu. Aðeins fjórir rafbílar eru til leigu á bílaleigum landsins samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu en engin bílaleiga einblínir sérstaklega á rafbílamarkaðinn.

„Hugsunin er að markaðssetja leiguna fyrir hópinn sem vill fara alla leið í grænum lífsstíl. Hingað koma margir ferðamenn út af hreina loftinu og náttúrunni. Þetta eru ferðamenn sem er annt um jörðina og eru meðvitaðir um mengun,“ segir Aðalsteinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert