Myrkvinn sá mesti í sextíu ár

Hringmyrkvinn sem sást frá Íslandi árið 2003.
Hringmyrkvinn sem sást frá Íslandi árið 2003. Rax / Ragnar Axelsson

Mesti sólmyrkvi sem sjáanlegur hefur verið á Íslandi í rúm sextíu ár verður að morgni dags 20. mars. Þá mun tunglið myrkva allt að 99% af skífu sólar á Austurlandi en aðeins minna í höfuðborginni. Stjörnuáhugamenn ætla að gefa öllum grunnskólabörnum landsins sérstök gleraugu til að berja myrkvann augum.

Myrkvinn er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta sólarinnar. Að sögn Sævars Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun hann verða sjáanlegur á landinu öllu ef veður leyfir. Í Reykjavík mun tunglið myrkva um 97% skífu sólarinnar en á Austurlandi nær það 99%. Rétt fyrir austan landið verður hægt að sjá almyrkva en þá þarf fólk að fara í flugferð eða siglingu.

„Það er um það bil tuttugu mínútur fyrir tíu um morguninn sem hann nær hámarki en það getur munað tveimur til þremur mínútum  til eða frá eftir því hvort þú ert á Austurlandi eða Vestfjörðum. Sólin er tiltölulega lágt á lofti þegar myrkvinn byrjar þannig að ef fólk er með há fjöll rétt hjá sér þegar það horfir í austurátt þarf það að fara þannig að fjöllin byrgi því ekki sýn,“ segir Sævar Helgi.

Til að auka enn á sjónarspilið þá ætti að vera hægt að sjá reikistjörnuna Venus í austri, vinstra megin við sólina, þegar myrkvinn er í hámarki.

Allt þarf að leggjast á eitt fyrir myrkva

Síðast varð deildarmyrkvi á Íslandi 1. júní árið 2011 en þá skyggði tunglið mest á um 96% skífu sólarinnar. Árið 2008 varð minni deildarmyrkvi og árið 2003 varð svonefndur hringmyrkvi. Deildarmyrkvinn nú er hins vegar mesti sólmyrkvi sem sést hefur á Íslandi frá almyrkvanum sem varð 30. júní árið 1954. Næst mun almyrkvi sjást í Reykjavík eftir ellefu ár, 12. ágúst árið 2026. 

Sævar Helgi segir að allt þurfi að smella saman til að sólmyrkvi sjáist á jörðinni.

„Sólin og tunglið þurfa að vera í nákvæmlega sömu línu séð frá jörðinni. Skugginn sem tunglið varpar á jörðina er bara örmjór þannig að sólmyrkvar sjást bara frá takmörkuðu svæði á jörðinni,“ segir hann.

Að þessu sinni sést almyrkvi í Færeyjum og á Svalbarða en slóð hans liggur um 70-100 kílómetra austan við Ísland. Almyrkvar eru mögulegir á annað borð vegna tilviljunar af náttúrunnar hendi.

„Frá jörðu séð eru tunglið og sólin álíka stór á himninum. Ástæðan fyrir því er að sólin er um það bil 400 sinnum stærri en tunglið að þvermáli en á sama tíma er hún 400 sinnum lengra frá jörðinni en tunglið. Þegar tunglið er í heppilegri fjarlægð frá jörðinni virðist það smellpassa fyrir sólina svo hún virðist almyrkvuð. Þegar tunglið er hins vegar lengst frá sólinni þá passar það ekki alveg og þá getur orðið hringmyrkvi eins og varð árið 2003,“ segir Sævar Helgi en í hringmyrkva sést baugur utan um tunglið sem gengur fyrir skífu sólarinnar.

Rökkvar lítið sem ekkert 

Deildarmyrkvar, þegar tunglið hylur sólina að hluta til, eru algengasta tegund sólmyrkva og sjást þeir hvað víðast. Þrátt fyrir að tunglið nái að skyggja á 97-99% sólarinnar í deildarmyrkvanum í mars þá dugar það ekki til þess að myrkur skelli á.

„Þegar myrkvinn verður mestur þá mun rökkva örlítið. Það er spurning hvort fólk greini það almennilega.  Sólin er svo svakalega björt að jafnvel þó að það sé skyggt á hana þá dimmir afskaplega lítið. Þessi litla slikja sem eftir er dugir til að lýsa. Sólin er ansi björt,“ segir Sævar Helgi.

Leita fleiri styrktaraðila að gjöf til grunnskólanema

Einmitt af þeirri ástæðu þarf fólk að fara að öllu með gát ef það hefur hug á að fylgjast með sólmyrkvanum. Best er að nota sérstök sólmyrkvagleraugu. Þau ætla Stjörnufræðivefurinn og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness að gefa grunnskólabörnum í samvinnu við Hótel Rangá.

„Við ætlum meðal annars að gefa öllum grunnskólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu. Það eru næstum því 50.000 gleraugu. Við erum búin að fá að minnsta kosti einn góðan styrktaraðila til þess að láta það verða að veruleika í Hótel Rangá. Þetta er mjög stórt verkefni og tengist jafnframt ári ljóssins,“ segir Sævar Helgi en hann leitar enn að fleiri styrktaraðilum sem vilja leggja verkefninu lið.

Sólmyrkvagleraugun verða einnig til sölu fyrir áhugasama þegar nær dregur sólmyrkvanum og mun ágóðinn af sölunni renna til þess að greiða fyrir gjöfina. Sumir hafa notað logsuðugleraugu eða jafnvel geisladiska til þess að horfa á sólmyrkva en Sævar Helgi segir að gallinn við það sé að það dugi ekki til að sía út hættulega innrauða og útfjólubláa geisla sólarinnar. Gleraugun séu hins vegar sérhönnuð til að gera það.

„Það getur verið hættulegt að fylgjast með þessu en ef fólk fer varlega og hlustar á ráðleggingar þá fær það að horfa á mjög tilkomumikla og fallega sýningu frá náttúrunni,“ segir hann.

Flugfélögin að missa af tækifæri með almyrkvaferðir

Sólmyrkvar eru tilkomumikið sjónarspil og leggja margir á sig ferðalög til að berja þá augum. Sævar Helgi segist þegar hafa heyrt af ferðamönnum sem ætli sér að gera sér ferð hingað til lands til að sjá deildarmyrkvann í mars.

„Margir ætla að reyna að komast í einhvers konar flug inn í slóð almyrkvans en af einhverjum ástæðum hefur verið erfitt að fá flugfélögin til að taka þátt í því. Þau eru að missa af tækifæri í því,“ segir hann.

Grein á Stjörnufræðivefnum um sólmyrkva

Fólk fylgist með almyrkva við Dyrhólaey í gegnum svört spjöld ...
Fólk fylgist með almyrkva við Dyrhólaey í gegnum svört spjöld árið 1954 Mynd úr Ljósmyndasafni Ólafs K. Magnússonar/Morgunblaðsins. Ólafur K. Magnússon
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Babak Tafreshi/National Geographic
mbl.is

Innlent »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »

„Mér blöskrar þetta framferði“

15:33 „Lesi maður blöðin eða veffjölmiðla í dag sér maður að fjórir þingmenn séu að stefna öryrkja,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson undir liðnum störf þingsins á Alþingi. Ræddi hann þar um ákvörðun þingmanna Miðflokksins að senda Báru Halldórsdóttur bréf þar sem hún er boðuð til þinghalds í héraðsdómi. Meira »

Hjartað að hverfa vegna bráðnunar

14:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Meira »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

13:30 Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Meira »

Met slegið í fjölda útkalla

13:12 Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Meira »

ÍLS stofnar leigufélagið Bríeti

13:09 Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag. Meira »

Lýsti ónæmismeðferð í beinni frá Nóbelnum

13:04 Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Meira »

Margir kærðir fyrir hraðakstur

11:56 Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir þessara ökumanna voru að auki grunaðir um ölvunarakstur. Meira »

Mældu fjölda eldinga í gær

11:48 Alls mældust 34 eldingar yfir Íslandi í gær frá því klukkan 14:00 og fram á nótt. Loft yfir suðurhluta landsins var mjög óstöðugt í gær en tíðni eldinga var með meira móti. Meira »

Innleiða samræmt atvikaskráningakerfi

11:35 Innleiðing á nýju atvikaskráningakerfi á landsvísu mun gera stjórnendum embættis landlæknis kleift að fylgjast með umfangi, tíðni og úrvinnslu atvika sem eiga sér stað á viðkomandi stofnun. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 var kynnt í dag. Meira »

„Kanarítölur“ á Siglufirði

11:12 „Þarf einhver til Kanarí á svona degi?“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í gærkvöldi. Talsverður hiti mældist víða um land í gær en hæstur varð hann 13,6 stig rétt norðan við Siglufjörð. Meira »

Fólk sækir í dýrari vöru nú um jólin

10:45 Næstu tvær helgar eru einhverjar mestu verslunarhelgar ársins. Það er prýðilegt hljóð í verslunarmönnum fyrir hátíðirnar en ófá íslensk fyrirtæki reiða sig mjög á desember. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...