Íshellirinn vekur athygli

Til stendur að opna íshellinn í Langjökli í sumar.
Til stendur að opna íshellinn í Langjökli í sumar. Ljósmynd/Sigurður Skarphéðinsson

Breska blaðið The Guardian fjallar um og birtir myndasyrpu úr íshellinum sem verið er að grafa í Langjökli á vefsíðu sinni. Íshellirinn á að opna í sumar en þar verður meðal annars hægt að fræðast um áhrif hnattrænnar hlýnunar á bráðnun jökla og ganga í það heilaga.

Framkvæmdinni er lýst sem metnaðarfullri á vefsíðu The Guardian. Búið sé að grafa upp 5.000 rúmmetra af ís til að mynda þriggja metra breið göng í jöklinum. Göngin verði 400 metra löng og teygi sig 200 metra inn í jökulinn.

Hvelfingar verði til staðar þar sem gestir geta fræðst um jöklavísindi og áhrifin sem loftslagsbreytingar hafa á jökla. Þá sé kapella í ísnum sem geri gestum kleift að láta gefa sig saman í iðrum Langjökuls.

Umfjöllun The Guardian um íshellinn í Langjökli

Fyrri frétt mbl.is: Ferð um íshellinn kostar 17.900

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert