Frekari tafir á flugi

Sigurður Bogi Sævarsson

Millilandaflugi frá landinu hefur verið seinkað enn frekar og er nú áætlað að flugvélar fari héðan klukkan 9. Mjög hvasst er á Keflavíkurflugvelli og hafa farþegar sem komu frá Bandaríkjunum snemma í morgun þurft að bíða í flugvélunum.

Innanlandsflug er á athugun klukkan 10.15.

Allvíða er varað við vegaskemmdum þar sem slitlag hefur skemmst í hvassviðri. Vegfarendur eru beðnir að fara með gát.

Vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en óveður er mjög víða.

Á Vesturlandi er ófært á Fróðárheiði. Hálkublettir eða krapi er á fjallvegum en greiðfært á láglendi. Óveður víða.

Á Vestfjörðum er snjóþekja á flestum leiðum og óveður mjög víða. Ófært er um Þröskulda, Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði, Klettsháls og Hjallaháls. Þæfingsfærð er á Mikladal en krapi á  Hálfdáni.

Vegir eru greiðfærir á Norðurlandi en þó er hálka eða snjóþekja á heiðum. Óveður er á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi.

Á Austurlandi er víða greiðfært en eitthvað um hálkublettir á fjallvegum. 

ATH. Vegurinn um Hvalnesskriður / Þvottárskriður er nú opinn en þar er mjög  þröngt og en er verið að vinna og biðjum við vegfarendur að fara með gát þar um annars eru vegir greiðfærir með suðausturströndinni.

ATH. Vegurinn niður að Dyrhólaey (vegnúmer 218) er ekki fær bílum og því lokaður. Verður skoðað á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert