Millilandaflug að hefjast á ný

Icelandair
Icelandair

Millilandaflug er að færast í eðlilegt horf á ný eftir miklar tafir í morgun vegna hvassviðris. Ekki var hægt að hleypa farþegum sem voru að koma frá Norður-Ameríku í morgun frá borði fyrr en tveimur klukkustundum eftir að vélarnar lentu.

Þetta þýddi að allt Evrópuflug tafðist en flestar fara þær í loftið um klukkan 9.45.

Ekki hefur verið hægt að fljúga innanlands í morgun en innanlandsflug er á athugun klukkan 10.15 hjá flugfélaginu Erni og Flugfélagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert