Hyggjast fjölga neyðarlínum

Í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan er m.a. til …
Í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan er m.a. til húsa. mbl.is/Júlíus

„Línum og borðum verður fjölgað og gerðar ýmsar ráðstafanir til að straumlínulaga þetta til að geta höndlað sambærilegar aðstæður.“

Þetta segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, en fundað var í gærmorgun um það hvers vegna truflanir urðu í símkerfi Neyðarlínunnar á laugardagsmorgun þegar ofsaveður gekk yfir landið.

„Kerfið verður síðan álagsprófað með símafélögunum til þess að sjá hvar veikleikar liggja og hvað hægt sé að gera til að bregðast við því,“ segir hann í umfjöllun um álagið á kerfi Neyðarlínunnar undanfarna daga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert