„Stórskaðar hagsmuni fólks“

Ingólfur segir ástandið svo alvarlegt að skoða ætti hvort rétt …
Ingólfur segir ástandið svo alvarlegt að skoða ætti hvort rétt væri að undanþiggja frá verkfalli störf við þinglýsingar. mbl.is/Golli

„Þetta er hræðilegt ástand, það verður enginn frágangur á málunum og þetta stórskaðar hagsmuni fólks,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, eigandi fasteignasölunnar Valhallar.

Ótímabundið verkfall lögfræðinga hjá BHM hófst hinn 7. apríl síðastliðinn. Verkfallið hefur gríðarleg áhrif á þinglýsingardeildir sýslumannsembættanna.

Um 1.800 þinglýsingarbeiðnir bíða enn afgreiðslu auk fjölda annarra mála. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ingólfur ástandið sem hefur skapast hafa gríðarleg áhrif á kaupendur jafnt sem seljendur, sérstaklega þegar nálgast afhendingardag íbúða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert