Ær drepast í stórum stíl

Fé er víða illa fram gengið vegna orkulítilla og efnasnauðra …
Fé er víða illa fram gengið vegna orkulítilla og efnasnauðra heyja frá óþurrkasumrinu 2014. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Margar ær hafa drepist í vor á bæjum á Vesturlandi, ekki síst í Borgarfirði. Ekki er óalgengt að 20-30 ær hafi drepist en dæmi eru um að allt upp undir 100 hafi drepist á einstaka bæ.

Talið er að léleg hey frá síðasta sumri valdi þessum vanhöldum og að bændur hafi ekki áttað sig á stöðunni fyrr en of seint.

Ekki er mikið um að dýralæknar séu kallaðir á vettvang þegar ær drepast en Margrét Katrín Guðnadóttir, dýralæknir í Borgarnesi, segir að töluvert sé hringt. „Ég heyri það frá mörgum bæjum að féð sé ekki að fóðrast, það veslist upp og drepist.“ Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún eitthvað að heyjunum en ekki sé nógu mikið vitað um hvað það sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert