78 milljarða fjárfesting

Fyrirhugað álver við Hafursstaði.
Fyrirhugað álver við Hafursstaði.

Kínverskir aðilar eru tilbúnir að skoða uppbyggingu álvers við Hafursstaði í Skagabyggð. Þetta segir Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar.

Staðfestir hann það sem fram kom á vef Húnahornsins, fréttavef Húnvetninga, en í gær var þar greint frá því að Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, hafi kynnt hugmyndir um uppbyggingu álvers við Hafursstaði í Skagabyggð. Um er að ræða heildarfjárfestingu upp á 78 milljarða króna í fyrsta áfanga.

Þar segir að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri og fyrirtækið sem kæmi að slíkri uppbyggingu sé kínverska fyrirtækið NFC.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert