Byrjað að hræra vöffludeigið

Elísabet S. Ólafsdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari að hræra vöffludeigið.
Elísabet S. Ólafsdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari að hræra vöffludeigið. Mynd/Árni Sæberg

Starfsmenn ríkissáttasemjara eru farnir að hræra vöffludeig, en það styttist óðfluga í að iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins skrifi undir samninga. Þær Elísabet S. Ólafsdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, voru í óða önn að undirbúa deigið þegar ljósmyndari mbl.is kom við í húsakynnum embættisins.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði í samtali við mbl.is að hann gerði ráð fyrir undirritun á næstu mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert