Endar ná saman í Kjálkafirði

Unnið í góðu veðri við að tengja saman malbikskaflana. Nú …
Unnið í góðu veðri við að tengja saman malbikskaflana. Nú er hægt að aka á góðvegi frá Bíldudal til Reykjavíkur, að undanskildum þrætukafla um Teigsskóg í Gufudalssveit.

Suðurverk hefur lokið við að klæða seinni kaflann af nýjum Vestfjarðavegi um Múlasveit. Er nú kominn góðvegur alveg frá Bíldudal og til Reykjavíkur að undanskildum þrætukaflanum í Gufudalssveit sem aðallega er kenndur við Teigsskóg.

Nýi vegurinn er tæplega 16 kílómetrar að lengd, frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði, og liggur meðal annars yfir brýr á Kjálkafirði og Mjóafirði. Leysir hann af hólmi átta kílómetrum lengri veg sem lagður var um fjarðarbotnana.

Gamli vegurinn var krókóttur og oft holóttur og snjóþungur á köflum. Suðurverk fékk verkið eftir útboð á árinu 2012 og var tilboðsfjárhæð um 2,5 milljarðar króna. Er þetta eitt stærsta vegagerðarverkefni hér á landi síðustu árin, fyrir utan jarðgangagerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert