Enginn áhugi á fjölgun ferða

Viking Tours hefur áður boðið ferðir milli lands og Eyja …
Viking Tours hefur áður boðið ferðir milli lands og Eyja en Vegagerðin sýndi ekki áhuga á endurnýjun samnings þrátt fyrir sumarálagið. mbl.is/Árni Sæberg

Samgönguyfirvöld hafa ekki sýnt því áhuga að fjölga skipsferðum til Vestmannaeyja á álagstímum umfram þær sem Herjólfur siglir og niðurgreiddar eru af Vegagerðinni.

Sigurmundur Einarsson hjá Viking Tours í Vestmannaeyjum segir mikla þörf á bótum í samgöngum til Vestmannaeyja. Farþegafjöldi Herjólfs hefur mikil áhrif á samgöngunet heimamanna og segir Sigurmundur Herjólf ekki anna fjölda ferðamanna á álagstímum.

Viking Tours býður skoðunarsiglingar um náttúru Vestmannaeyja en hefur áður sinnt siglingum til Landeyjahafnar þegar þörf hefur krafið. „Síðastliðið ár höfum við siglt hér á milli. Í vor buðum við Vegagerðinni að sigla daglega tvær ferðir á álagstímum og leysa þannig vandamálið með því að bæta við 87 sætum. Það var enginn áhugi fyrir því að fjölga ferðunum,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert