Ríkið hefur vanmetið tekjur af bönkunum

 Fjármálaráðuneytið vanmat tekjur sínar af viðskiptabönkunum um 200% í …
 Fjármálaráðuneytið vanmat tekjur sínar af viðskiptabönkunum um 200% í fyrra. Samsett mynd/Eggert

Fjárlagafrumvörp síðustu tveggja ára vanmátu tekjur ríkissjóðs af eignarhlutum hans í viðskiptabönkunum þremur um samtals 30,8 milljarða króna.

Þannig gerði frumvarpið 2014 ráð fyrir 8,1 milljarði í arð en raunin varð sú að bankarnir greiddu ríkinu tæpan 21 milljarð. Frumvarp vegna yfirstandandi rekstrarárs gerði ráð fyrir rúmlega 7,7 milljarða tekjum af sömu eignum en tekjurnar reyndust 25,6 milljarðar króna.

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir því að arður ríkisins af bönkunum þremur muni nema 8 milljörðum króna. Á sama tíma sýna hálfsársuppgjör bankanna að samanlagður hagnaður þeirra er tæpir 43 milljarðar króna á fyrri hluta ársins, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »