RÚV hafi veitt rangar upplýsingar

Höfuðstöðvar RÚV við Efstaleiti.
Höfuðstöðvar RÚV við Efstaleiti. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir tölvupósta milli fráfarandi formanns stjórnar RÚV annars vegar og starfsmanns fjármálaráðuneytis hins vegar sýna að forystumenn RÚV hafi veitt þingnefndinni rangar upplýsingar um fjárhag RÚV.

Stjórnendur RÚV hafi þannig ranglega fullyrt að ráðuneytið hafi með tölvupósti í vor staðfest að RÚV hafi fullnægt skilyrðum fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Nefndin muni á næstu dögum ræða viðbrögð vegna þessa.

„Þessir tölvupóstar sýna að fullyrðing RÚV stenst ekki. Þær upplýsingar sem nefndin fékk frá forystumönnum RÚV voru ekki réttar. Það er alvarlegt mál,“ segir Guðlaugur Þór í umfjöllun um máol RÚV í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert