Flestir með minna en 300.000 krónur

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Meirihluti einstaklinga 67 ára og eldri var með tekjur undir 300þúsund krónum á mánuði á síðasta skattaári. Þetta kemur fram í svari Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Ernu Indriðadóttur, varaþingmanni Samfylkingarinnar.

Þannig segir í svarinu að á síðasta skattaári hafi 44.680 einstaklingar 67 ára og eldri skilað skattframtali. Af þeim hafi 31.028 haft tekjur undir 300 þúsund krónum á mánuði eða 69,4% af hópnum. Miðað sé við samanlagðar tekjur að meðtöldum greiðslum frá Tryggingastofun Íslands. Sé eingöngu miðað við aðrar tekjur en greiðslur frá TR, til að mynda atvinnutekjur, lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur, höfðu 34.239 tekjur undir þeirri upphæð eða 76,6%.

Svarið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert