Fundu meint vopn ræningjanna

Í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Landsbankanum við Borgartún í dag hafa fundist meint vopn sem notuð voru, eftirlíking af skammbyssu og hnífur. Tveir menn voru handteknir í heimahúsi í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld og sá þriðji um klukkan átta. Þeir verða yfirheyrðir síðar í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Tveggja manna er þó enn leitað í tengslum við rannsókn málsins. Í því skyni óskar lögregla eftir að komast í sambandi við mennina á meðfylgjandi myndum, en þeir eru taldir geta veitt upplýsingar um málið. Viðkomandi eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1831 eða 112.

Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið lrh@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að frekari fréttir munu ekki veittar að sinni en tilkynning verði send fjölmiðlum í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka