„Fjör að vinna á gamlársdag“

Sífellt virðist fjölga í hópi þeirra veitingastaða í Reykjavík sem þjónusta ferðafólk um jól og áramót og er það í takt við mikinn straum erlendra gesta hingað til lands að undanförnu.

Í Morgunblaðinu í dag segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar, Ísland vera í allt annarri stöðu nú en áður.

„Við okkur blasir gjörbreytt umhverfi frá þeim tíma þegar einstaka staðir voru opnir um áramót fyrir fáeinum árum. Erlendir gestir eru ekki lengur í vandræðum með að finna sér æti,“ segir Jakob Frímann og heldur áfram: „Þetta er orðið allt annað ferðamannaland.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert