Hagsmunir Íslands verði í fyrirrúmi

Útflutnignsverð á makríl hefur lækkað vegna viðskiptabannsins á Rússa.
Útflutnignsverð á makríl hefur lækkað vegna viðskiptabannsins á Rússa.

„Við höfum beðið íslensk stjórnvöld að taka upplýsta umræðu og ákvörðun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum í ljósi hagsmuna Íslands, sérstaklega í ljósi þess hvernig önnur lönd hafa hagað sér í banninu.“

Þetta segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viðskiptabann Rússa gegn Íslandi gæti kostað þjóðina 12-13 milljarða á þessu ári, að hans mati.

Hann segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að stórveldi á borð við Þýskaland og Bandaríkin hefðu gert tilslakanir á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum til að liðka fyrir eigin viðskiptum á sama tíma og Íslendingar sætu við sinn keip.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert