Tæta tölvur í boði /sys/tra

Keppendur spreyta sig á þrautinni í fyrra.
Keppendur spreyta sig á þrautinni í fyrra.

Keppt verður í svokölluðum tölvutætingi í Hörpu á morgun en keppnin er hluti af op­inni dag­skrá UT­mess­unn­ar. Í tölvutætingi fá þátttakendur safn af tölvuhlutum sem þeir eiga að setja saman í starfhæfa tölvu og koma henni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur.

Fyrir keppninni standa fyrirtækið Promennt og /sys/tur, sem er fé­lag kvenna inn­an tölv­un­ar­fræðideild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík. Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir formaður /sys/tra segir í samtali við mbl.is að töluverð aðsókn hafi verið í keppnina í fyrra.

Kláraði keppnina á tveimur mínútum

Gert var ráð fyrir að það tæki keppendur um 20 til 30 mínútur að setja tölvuna sína saman. Annað kom á daginn.

„Einhver snillingur kom og kláraði þetta á tveimur mínútum. Hann var væntanlega einhver atvinnumaður og ég er hrædd um að hinir keppendurnir hafi ekki veitt honum mikla samkeppni.“

Það kann að koma einhverjum á óvart að samsetning tölva er ekki kennd í tölvunarfræðináminu. Tölv­un­ar­fræði hefur þannig verið sögð snúast jafn­mikið um tölv­ur og stjörnu­fræði snýst um sjón­auka.

„Við lærum náttúrulega um þetta allt í skólanum, hvaða hlutverki hver partur gegnir og hvernig hann vinnur, en maður er kannski ekki mikið að snerta á þessu,“ segir Sigurlaug.

Til mikils að vinna

Keppnin er opin öllum á aldrinum 15 til 25 ára og hefst klukkan 15 í Norðurljósum. Til klukk­an 14 verður hægt að skrá sig til leiks í bás­um Promennt og /sys/​tra. Klukk­an 14 verður svo dregið úr pott­i þar sem í ljós kemur hverjir fjórir fái að taka þátt.

Skjáir vísa út til áhorf­enda svo þeir geti fylgst með og hvatt sitt fólk áfram og séð „live“ hver vinn­ur. Til mikils er að vinna en sig­ur­veg­arinn hlýt­ur gjafa­bréf frá Promennt á nám­skeið í tölvuviðgerðum að verðmæti 139.000 kr.

Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir formaður /sys/tra.
Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir formaður /sys/tra.

Vitundarvaking um að auka þurfi hlut kvenna

Sigurlaug segir að sífellt fleiri stelpur sæki um í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.

„Mín tilfinning er sú að það sé að verða vitundarvakning um nauðsyn þess að auka hlut kvenna í upplýsingatækni. Bæði skólar og fyrirtæki virðast hafa mikinn áhuga á að fjölga konum, enda eru margir kostir fólgnir í því. Eftir því sem umræðan verður meiri og fleiri fyrirmyndir koma fram, þá held ég að náum að laga þann kynjahalla sem óneitanlega er í faginu í dag.

Konur eru nú um fjórðungur nemenda í tölvunarfræði við HR en aðeins fyrir nokkrum árum var hlutfallið meira en helmingi minna. Sigurlaug segir jákvæðar breytingar vera að eiga sér stað

Allir velkomnir á UTmessuna

„Það er okkar markmið í /sys/trum, að fá konur til að líta á þetta fag sem raunverulegan og eðlilegan valkost. Við viljum líka hvetja fleiri konur til að sækja um störf í þessum geira. Ég hef fulla trú á því að þetta sé að breytast til betri vegar.“

Á bás /sys/tra í Norðurljósum verður hægt að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur verða á básnum til að fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið.

Allir eru velkomnir á UTmessuna en dagskrá hennar er tvíþætt. Í dag fer fram fagráðstefna og á morgun opnar sýning fyrir alla fjölskylduna. Þá opnar tæknigeirinn upp á gátt og býður almenningi að koma og sjá það helsta sem er að gerast í tæknigeiranum dag.

mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp í flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp í flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...