Banaslys í Reynisfjöru

Morgunblaðið/Sverrir

Erlendur ferðamaður sem leitað var að í Reynisfjöru fyrr í dag fannst látinn í flæðarmálinu. 

Þetta staðfestir Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali mbl.is.

Ekki er vitað hvað gerðist að svo stöddu en lögregla stýrir nú rannsókn á staðnum.

Að sögn Sveins var maðurinn erlendur ferðamaður en ekki er vitað hvort hann hafi verið einn á ferð eða í hóp. 

Útkall barst klukkan 10:30 um mann í sjónum við Reynisfjöru. Björgunarsveitir og lögregla fóru á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór í loftið klukkan 10:39. Þyrlunni var snúið við. 

Uppfært klukkan 11:34

Samkvæmt Facebookfærslu lögreglunnar á Suðurlandi missti maðurinn fótanna í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Maðurinn var á ferðalagi með konu sinni. Þar kemur jafnframt fram að viðbragðsaðilar séu enn á vettvangi og rannsókn lögreglu á slysinu á frumstigi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert