Geysir gaus af sjálfsdáðum

Hverinn Geysir gaus af sjálfsdáðum um þrjúleytið í gærdag. Halldóra Eldon, starfsmaður á Hótel Geysi, var við störf þegar hún tók eftir því að mikla gufu lagði frá hvernum. „Þetta var bara tilviljun að ég fór að horfa út og sá reykinn. Því ákvað ég labba út og sá þá að hann var farinn að gjósa.“

Hún segir þetta sjaldséða sjón en starfsmenn hótelsins hafi þó tvisvar sinnum í sumar fengið fregnir af því að hverinn hafi gosið snemma morguns. „Ég er búin að vinna hérna í tvö ár og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hann,“ segir Halldóra að lokum. 

Gamli Geysir gaus í dag 20.02.16 ~ Halldóra Eldon sem starfar á sölu og móttöku skrifstofu Hótel Geysis náði þessu skoti ~ Great Geysir erupted today 20.02.16 - shot by Halldora Eldon.

Posted by Hótel Geysir on Saturday, 20 February 2016
Hverinn Geysir gaus í gær af sjálfsdáðum.
Hverinn Geysir gaus í gær af sjálfsdáðum. Ljósmynd/Halldóra Eldon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert