Fleiri læknar fara í gáma

Austanmegin við Landspítalann í Fossvogi stendur til að koma upp …
Austanmegin við Landspítalann í Fossvogi stendur til að koma upp 18 gámum sem munu hýsa skrifstofur lækna og annars starfsfólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til stendur að setja 18 gáma á lóð Landspítalans í Fossvogi vegna aukinnar starfsemi og plássleysis í húsinu.

Að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, verður innangengt í gámana frá spítalahúsinu og verða þeir í skoti austanmegin við spítalann.

Ríkiskaup óskuðu nýverið eftir tilboðum í kaup og uppsetningu á gámunum og rennur tilboðsfrestur út í lok þessa mánaðar. „Í þeim á að vera vinnuaðstaða og skrifstofur fyrir starfsmenn sem nú eru með slíka aðstöðu inni í spítalanum,“ segir Ingólfur í Morgunblaðinu í dag. „ Fyrirhugað er að gámarnir verði tilbúnir til notkunar snemma í haust.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert