Verðið til Norðurál og Elkem „barn síns tíma“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verð sem Norðurál og Elkem (Járnblendið) á Grundartanga greiða fyrir raforku er „barn síns tíma“ og það er stefna Landsvirkjunar að hækka bæði verð í nýjum samningum og draga úr álverðstengingu. Stefnt er að því að endurnýjaðir samningar við þá sem renna út árið 2019 verði á svipuðu verði og nýir viðskiptavinir fá í dag. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við mbl.is.

Stærstu viðskiptasamningar hér á landi

Um er að ræða einhverja stærstu viðskiptasamninga hér á landi, en það er bæði vegna magns og tímalengdar. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag sagði Hörður að núverandi samningar væru hagstæðir fyrir viðskiptavinina enda hafi þeir verið gerðir á allt öðrum tímum en núna væru og þá hefði verið annað umhverfi.

Í samtali við mbl.is sagði Hörður samningaviðræðurnar núna ganga vel og að hann bindi miklar vonir við að fyrirtækin nái saman um það. Sagði hann verðið sem Landsvirkjun væri að bjóða vera samkeppnishæf og að það sæist best á því hver eftirspurnin væri.

„Eftirspurnin er alltaf meiri en framboðið,

Svaraði Hörður meðal annars spurningu úr sal á þann veg að ef það kæmi núna beiðni frá nýjum viðskiptavini upp á kaup á 25 megavöttum, þá gæti fyrirtækið ekki gengið til samninga núna við viðkomandi þrátt fyrir að vilja borga uppsett verð og að verið væri að vinna í tveimur nýjum virkjunum núna. Eftirspurnin væri einfaldlega það mikil og ekkert af þeim verkefnum sem væru í gangi hefðu dottið niður.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hörður Arnarson, ...
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á ársfundi félagsins á Hilton hótel í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sagði Hörður þetta áhugaverða stöðu fyrir fyrirtækið. Eftirspurnin væri mikil, bæði frá stærri aðilum sem og öðrum. Sagði hann meðal annars að eftirspurnin sýndi fram á að ef eitthvað væri að marka markaðslögmálin þá væri fyrirtækið að bjóða of lágt verð. Sagðist hann ekki hræddur um að eftirspurnin myndi dragast saman á komandi tímum. „Það er alveg sama hvað við byggjum, eftirspurnin er alltaf meiri en framboðið,“ sagði Hörður.

Harkan í viðræðunum eðlileg

Aðspurður hvort Landsvirkjun hefði kaupendur að orku ef Elkem eða Norðurál myndu ekki fallast á verðhækkanir segir Hörður slíkt tal ekki eiga við núna. „Allt of snemmt að ræða á þeim forsendum, fullur vilji okkar og mótaðila okkar að ná saman um verð. Höfum ekkert rætt það hvernig yrði brugðist við ef það gerist,“ segir hann. Til samanburðar segir hann að vöxtur fyrirtækisins í fyrra hafi verið 800 gígavattsstundir, en það sé ígildi eins samnings sem um ræðir.

Harkan í viðræðum fyrirtækjanna hefur ratað á síður fjölmiðla undanfarin ár. Hörður gerði þetta að umtalsefni í ræðu sinni á árfundinum og sagði hana eðlilega og að stjórnendur fyrirætkjanna væru aðeins að gæta hagsmuna fyrirtækjanna. „Þessir samningar eru trúlega stærstu viðskiptasamningar sem gerðir eru á Íslandi. Mikið magn og í langan tíma. Eðlilegt að það sé tekist á um það og okkur finnst eðlilegt hvernig viðsemjendur okkar eru að vinna,“ segir Hörður við mbl.is og bætir við að samningaviðræður erlendis fari alveg eins fram og séu oftar en ekki harðari.

mbl.is

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

Í gær, 20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

Í gær, 20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

Í gær, 19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

Í gær, 19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

Í gær, 19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

Í gær, 18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

Í gær, 18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Í gær, 18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Í gær, 18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Í gær, 18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...