Gengur ekki að RÚV sé á auglýsingamarkaði

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Það gengur ekki til lengdar að hafa Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og það verður ekki komist hjá því að Alþingi taki afstöðu til þessa máls. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, á Alþingi í dag.

Tímabært að skoða fjölmiðlalög að nýju

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hóf máls á stöðu fjölmiðla og lagasetningar í kringum þá. Vitnaði hún til skoðunar eftirlitsstofnunar ÖSE um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hér á landi og að styrkja ætti fjölmiðlanefnd. Tók Illugi undir með henni og sagði að tímabært væri að skoða lögin að nýju og stöðu fjölmiðlanefndar. Nefndi hann t.d. að skoða mætti hvort einhver verkefni sem nefndin hafi í dag mætti færa undir Samkeppniseftirlitið.

Í framsögu sinni sagði Birgitta að fjölskyldu-, hagsmuna- og eignatengsl og fleira væru raunveruleiki í litlu samfélagi eins og á Íslandi og því þyrfti að tryggja vel ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla. Vitnaði hún í grein sem Magnús Halldórsson, þáverandi blaðamaður Fréttablaðsins og núverandi fréttamaður á Kjarnanum, skrifaði undir heitinu „Litli karlinn“ um áhrif eigenda miðilsins á blaðamenn. Þá nefndi hún einnig forsetaframboð ritstjóra Morgunblaðsins og áhrif á blaðamenn miðilsins.

Fjölmiðlar þurfa að vera raunverulega óháðir

Sagði Birgitta að tryggja þyrfti að fjölmiðlar væru raunverulega óháðir og að almenningur vissi hver væri raunverulega eigandi þeirra eða hvernig þeir væru fjármagnaðir.

Illugi sagði ekki langt síðan ný fjölmiðlalög hefðu verið samþykkt, en að vegna mikilla breytinga væri rétt að endurskoða þau. Slíkt þyrfti að gera oft og reglulega. Nefndi hann meðal annars áhrif erlendra efnisveita á auglýsingamarkað sem ógn við innlenda fjölmiðla.

„Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi

Í því ljósi sagði hann rekstrarstöðu fjölmiðla áhyggjuefni. Vegna færslu tekna til erlendra fyrirtækja þyrfti að taka ákvörðun fljótlega um hvort taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Sagði hann það ekki gerast á einu eða tveimur misserum, en að undirbúa þyrfti slíkt. „Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi, öll þróun í þá átt,“ sagði Illugi og bætti við að Ríkisútvarpið tæki í dag mikið áhorf og um leið auglýsingatekjur af einkamarkaðinum.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðandi ritstjórnarlegt sjálfstæði sagði Illugi nauðsynlegt að slíkt væri virt. Aftur á móti sagðist hann þeirrar skoðunar að einstaklingar ættu að geta stofnað fjölmiðla til að koma sínum skoðunum á framfæri, en að þá þyrfti eignarhald að vera ljóst.

Ólíðandi þróun að ráðamenn velji sér fjölmiðla til að ræða við

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði undir umræðum um málið að sú þróun vekti athygli sína að ráðamenn væru í auknum mæli að velja sér fjölmiðla til að ræða við. Slíkt væri ekki líðandi og því væri nauðsynlegt að standa vörð um fjölmiðil í almannaeigu og að ekki mætti minnka framlög til stofnunarinnar.

Fleiri þingmenn minnihlutans tóku til máls og tóku undir að tryggja þyrfti stöðu Ríkisútvarpsins. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sagði í raun ekki skipta máli hvort stofnunin væri á auglýsingamarkaði eða ekki. Það þyrfti bara að tryggja að hún gæti rekið sig sómasamlega.

Aldrei ódýrara að stofna fjölmiðil

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði aftur á móti aldrei ódýrara eða auðveldara að stofna fjölmiðil og því þyrfti frekar að draga Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði svo ýtt væri undir fjölbreyttari fjölmiðlun og fleiri einkaaðilar hefðu aðgang að auglýsingatekjum.

Undir lok umræðunnar steig Illugi á ný í pontu og sagðist sjá málið þannig að það væri nauðsynlegt að hafa öflugt almannaútvarp. „Veigamikil rök fyrir því,“ sagði hann. Það þyrfti aftur á móti að horfa á fjölmiðlamarkaðinn í heild þar sem einkamarkaðurinn gæti þrifist við aðstæður þar sem miklar breytingar á auglýsingamarkaði væru. Sagðist hann hafa áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla. „Þarf að komast lausn í það,“ sagði hann og bætti við að ekki væri langur tími til stefnu til þess að koma Ríkisútvarpinu af auglýsingamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

75 ára gekk einn á Hvannadalshnúk

21:15 „Þetta er mest tilviljanakenndi hlutur sem ég hef nokkurn tíma lent í,“ segir fjallaleiðsögumaðurinn Sigurður Ragnarsson í samtali við mbl.is, sem varð fyrir óvæntri uppákomu þegar hann rakst á hinn 75 ára Luigi Rampini á Hvannadalshnúk. Meira »

Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

20:59 Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. Meira »

Mokka fagnar sextíu árum

20:35 Mokka-Kaffi var opnað 24. maí 1958 og átti því 60 ára afmæli í gær. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldursson stofnuðu staðinn en börnin þeirra sjá að stórum hluta um hann í dag. Meira »

Tífaldur pottur í Eurojackpot í næstu viku

20:16 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Potturinn verður því tífaldur í næstu viku. Fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver 287 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Ítalíu, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Meira »

Heldur einn í ævintýraför

20:05 „Ert þú ekki að fara?“ var það fyrsta sem Kristófer Arnar Einarsson, stuðningsmaður Liverpool, sagði þegar blaðamaður ræddi við hann. Kristófer er „að sjálfsögðu“ á leið til Kiev þar sem Liverpool mætir Real Madríd í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum

20:04 „Við erum heppin núna þar sem síðast þegar það kom svona mikil úrkoma var svo mikill klaki alls staðar að það urðu flóð hér og þar í borginni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir óvenjumikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi í nótt og alla helgina. Meira »

Eitt bréf getur svipt fólk lífsviðurværinu

18:35 „Bráðavandi fólks í dag snýr að húsnæði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á opnum fundi sem haldinn var á Hotel Natura í dag. Ragnar Þór og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ræddu húsnæðisvandann og fátækt í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

18:29 Sjö flokkar verða með fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir Rúv. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,3 prósenta fylgi og er stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin fær næstmest fylgi samkvæmt könnuninni, eða 26 prósent. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

18:20 „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Vilja gera Sigríði að heiðursborgara

18:15 Tillaga hefur verið lögð fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óháðum í Skagafirði um að Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, verði gerð að heiðursborgara sveitarfélagsins fyrir starf sitt að safnamálum og menningarmálum undanfarna þrjá áratugi og brautryðjendastarf við uppbyggingu safnsins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

18:05 Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sumarlokanir á LSH lengri en í fyrra

17:58 Gera má ráð fyrir að lokanir á deildum Landspítala vegna sumarleyfa verði lengri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Líkamsleifarnar af Arturi

17:50 Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfellsness í febrúar séu af Arturi Jarmoszko sem saknað hafði verið frá því í mars í fyrra. Lögreglan telur ekki að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

16:37 Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi

16:27 „Þetta er að mínu mati alveg fjarstæðukennt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, um áform Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda Guðmundar Andra Ástráðssonar, að vísa máli skjólstæðings síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Innkalla fæðubótarefnið B-100 frá Now

15:52 Icepharma hefur innkallað fæðubótarefnið B-100 frá Now, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, vegna þess að það inniheldur of mikið af B6-vítamíni. Meira »

Umræðan úr samtölum yfir á netið

15:30 Fyrir tíma samfélagsmiðla greindu brotaþolar yfirleitt einhverjum í nærumhverfinu frá ef þeir höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta breyst og umræðan færst þangað inn. Meira »

18 börn gengið í hjónaband hér á landi

15:14 Frá því sjálfræðisaldur var hækkaður í 18 ár, árið 1998, hefur dómsmálaráðuneytið átján sinnum samþykkt undanþágu frá skilyrðum um aldur hjónaefna. Sautján konur hafa fengið undanþágu og einn karlmaður. Í öllum tilvikum nema tveimur voru einstaklingar orðnir 17 ára þegar hjónavígsla fór fram. Meira »

Æskulýðsleiðtoginn sr. Friðrik heiðraður

15:03 „Sr. Friðrik er einn mikilvægasti maður 20. aldarinnar á Íslandi,“ segir sr. Guðni Már Harðarson, formaður afmælisnefndar sr. Fiðriks Friðrikssonar, í samtali við mbl.is. Haldið er upp á 150 ára afmæli sr. Friðriks í dag og standa hátíðarhöld fram á sunnudag, en þau eru af ýmsum toga. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Fjórir leikþættir
ti lsölu Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teikningum Dieter Roth, Gott ...
Unaðsvörur.ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Kynlífsvörur ss ódýrar kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdú...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Sölumaður
Sölu/markaðsstörf
...
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...
Tónlistarkennari
Önnur störf
Það vantar tónlistarkennara norður Tó...