Gengur ekki að RÚV sé á auglýsingamarkaði

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Það gengur ekki til lengdar að hafa Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og það verður ekki komist hjá því að Alþingi taki afstöðu til þessa máls. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, á Alþingi í dag.

Tímabært að skoða fjölmiðlalög að nýju

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hóf máls á stöðu fjölmiðla og lagasetningar í kringum þá. Vitnaði hún til skoðunar eftirlitsstofnunar ÖSE um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hér á landi og að styrkja ætti fjölmiðlanefnd. Tók Illugi undir með henni og sagði að tímabært væri að skoða lögin að nýju og stöðu fjölmiðlanefndar. Nefndi hann t.d. að skoða mætti hvort einhver verkefni sem nefndin hafi í dag mætti færa undir Samkeppniseftirlitið.

Í framsögu sinni sagði Birgitta að fjölskyldu-, hagsmuna- og eignatengsl og fleira væru raunveruleiki í litlu samfélagi eins og á Íslandi og því þyrfti að tryggja vel ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla. Vitnaði hún í grein sem Magnús Halldórsson, þáverandi blaðamaður Fréttablaðsins og núverandi fréttamaður á Kjarnanum, skrifaði undir heitinu „Litli karlinn“ um áhrif eigenda miðilsins á blaðamenn. Þá nefndi hún einnig forsetaframboð ritstjóra Morgunblaðsins og áhrif á blaðamenn miðilsins.

Fjölmiðlar þurfa að vera raunverulega óháðir

Sagði Birgitta að tryggja þyrfti að fjölmiðlar væru raunverulega óháðir og að almenningur vissi hver væri raunverulega eigandi þeirra eða hvernig þeir væru fjármagnaðir.

Illugi sagði ekki langt síðan ný fjölmiðlalög hefðu verið samþykkt, en að vegna mikilla breytinga væri rétt að endurskoða þau. Slíkt þyrfti að gera oft og reglulega. Nefndi hann meðal annars áhrif erlendra efnisveita á auglýsingamarkað sem ógn við innlenda fjölmiðla.

„Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi

Í því ljósi sagði hann rekstrarstöðu fjölmiðla áhyggjuefni. Vegna færslu tekna til erlendra fyrirtækja þyrfti að taka ákvörðun fljótlega um hvort taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Sagði hann það ekki gerast á einu eða tveimur misserum, en að undirbúa þyrfti slíkt. „Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi, öll þróun í þá átt,“ sagði Illugi og bætti við að Ríkisútvarpið tæki í dag mikið áhorf og um leið auglýsingatekjur af einkamarkaðinum.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðandi ritstjórnarlegt sjálfstæði sagði Illugi nauðsynlegt að slíkt væri virt. Aftur á móti sagðist hann þeirrar skoðunar að einstaklingar ættu að geta stofnað fjölmiðla til að koma sínum skoðunum á framfæri, en að þá þyrfti eignarhald að vera ljóst.

Ólíðandi þróun að ráðamenn velji sér fjölmiðla til að ræða við

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði undir umræðum um málið að sú þróun vekti athygli sína að ráðamenn væru í auknum mæli að velja sér fjölmiðla til að ræða við. Slíkt væri ekki líðandi og því væri nauðsynlegt að standa vörð um fjölmiðil í almannaeigu og að ekki mætti minnka framlög til stofnunarinnar.

Fleiri þingmenn minnihlutans tóku til máls og tóku undir að tryggja þyrfti stöðu Ríkisútvarpsins. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sagði í raun ekki skipta máli hvort stofnunin væri á auglýsingamarkaði eða ekki. Það þyrfti bara að tryggja að hún gæti rekið sig sómasamlega.

Aldrei ódýrara að stofna fjölmiðil

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði aftur á móti aldrei ódýrara eða auðveldara að stofna fjölmiðil og því þyrfti frekar að draga Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði svo ýtt væri undir fjölbreyttari fjölmiðlun og fleiri einkaaðilar hefðu aðgang að auglýsingatekjum.

Undir lok umræðunnar steig Illugi á ný í pontu og sagðist sjá málið þannig að það væri nauðsynlegt að hafa öflugt almannaútvarp. „Veigamikil rök fyrir því,“ sagði hann. Það þyrfti aftur á móti að horfa á fjölmiðlamarkaðinn í heild þar sem einkamarkaðurinn gæti þrifist við aðstæður þar sem miklar breytingar á auglýsingamarkaði væru. Sagðist hann hafa áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla. „Þarf að komast lausn í það,“ sagði hann og bætti við að ekki væri langur tími til stefnu til þess að koma Ríkisútvarpinu af auglýsingamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

13 fá styrk frá Isavia

19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru fram undan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...