Gengur ekki að RÚV sé á auglýsingamarkaði

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Það gengur ekki til lengdar að hafa Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og það verður ekki komist hjá því að Alþingi taki afstöðu til þessa máls. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, á Alþingi í dag.

Tímabært að skoða fjölmiðlalög að nýju

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hóf máls á stöðu fjölmiðla og lagasetningar í kringum þá. Vitnaði hún til skoðunar eftirlitsstofnunar ÖSE um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hér á landi og að styrkja ætti fjölmiðlanefnd. Tók Illugi undir með henni og sagði að tímabært væri að skoða lögin að nýju og stöðu fjölmiðlanefndar. Nefndi hann t.d. að skoða mætti hvort einhver verkefni sem nefndin hafi í dag mætti færa undir Samkeppniseftirlitið.

Í framsögu sinni sagði Birgitta að fjölskyldu-, hagsmuna- og eignatengsl og fleira væru raunveruleiki í litlu samfélagi eins og á Íslandi og því þyrfti að tryggja vel ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla. Vitnaði hún í grein sem Magnús Halldórsson, þáverandi blaðamaður Fréttablaðsins og núverandi fréttamaður á Kjarnanum, skrifaði undir heitinu „Litli karlinn“ um áhrif eigenda miðilsins á blaðamenn. Þá nefndi hún einnig forsetaframboð ritstjóra Morgunblaðsins og áhrif á blaðamenn miðilsins.

Fjölmiðlar þurfa að vera raunverulega óháðir

Sagði Birgitta að tryggja þyrfti að fjölmiðlar væru raunverulega óháðir og að almenningur vissi hver væri raunverulega eigandi þeirra eða hvernig þeir væru fjármagnaðir.

Illugi sagði ekki langt síðan ný fjölmiðlalög hefðu verið samþykkt, en að vegna mikilla breytinga væri rétt að endurskoða þau. Slíkt þyrfti að gera oft og reglulega. Nefndi hann meðal annars áhrif erlendra efnisveita á auglýsingamarkað sem ógn við innlenda fjölmiðla.

„Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi

Í því ljósi sagði hann rekstrarstöðu fjölmiðla áhyggjuefni. Vegna færslu tekna til erlendra fyrirtækja þyrfti að taka ákvörðun fljótlega um hvort taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Sagði hann það ekki gerast á einu eða tveimur misserum, en að undirbúa þyrfti slíkt. „Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi, öll þróun í þá átt,“ sagði Illugi og bætti við að Ríkisútvarpið tæki í dag mikið áhorf og um leið auglýsingatekjur af einkamarkaðinum.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðandi ritstjórnarlegt sjálfstæði sagði Illugi nauðsynlegt að slíkt væri virt. Aftur á móti sagðist hann þeirrar skoðunar að einstaklingar ættu að geta stofnað fjölmiðla til að koma sínum skoðunum á framfæri, en að þá þyrfti eignarhald að vera ljóst.

Ólíðandi þróun að ráðamenn velji sér fjölmiðla til að ræða við

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði undir umræðum um málið að sú þróun vekti athygli sína að ráðamenn væru í auknum mæli að velja sér fjölmiðla til að ræða við. Slíkt væri ekki líðandi og því væri nauðsynlegt að standa vörð um fjölmiðil í almannaeigu og að ekki mætti minnka framlög til stofnunarinnar.

Fleiri þingmenn minnihlutans tóku til máls og tóku undir að tryggja þyrfti stöðu Ríkisútvarpsins. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sagði í raun ekki skipta máli hvort stofnunin væri á auglýsingamarkaði eða ekki. Það þyrfti bara að tryggja að hún gæti rekið sig sómasamlega.

Aldrei ódýrara að stofna fjölmiðil

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði aftur á móti aldrei ódýrara eða auðveldara að stofna fjölmiðil og því þyrfti frekar að draga Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði svo ýtt væri undir fjölbreyttari fjölmiðlun og fleiri einkaaðilar hefðu aðgang að auglýsingatekjum.

Undir lok umræðunnar steig Illugi á ný í pontu og sagðist sjá málið þannig að það væri nauðsynlegt að hafa öflugt almannaútvarp. „Veigamikil rök fyrir því,“ sagði hann. Það þyrfti aftur á móti að horfa á fjölmiðlamarkaðinn í heild þar sem einkamarkaðurinn gæti þrifist við aðstæður þar sem miklar breytingar á auglýsingamarkaði væru. Sagðist hann hafa áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla. „Þarf að komast lausn í það,“ sagði hann og bætti við að ekki væri langur tími til stefnu til þess að koma Ríkisútvarpinu af auglýsingamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Strætisvagnsstjóri í síma undir stýri

14:28 Myndskeið náðist af strætisvagnsstjóra í dag þar sem hann virðist vera tala í síma undir stýri. „Þetta er náttúrulega stranglega bannað, þetta er lögbrot. Þegar við fáum svona ábendingar þá sendum við þær alltaf áfram á rétta aðila og þeir [vagnstjórarnir] eru áminntir í starfi,“ segir upplýsingafulltrúi Strætó bs., í samtali við mbl.is. Meira »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

13:40 Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Gæsaveiðimenn til fyrirmyndar

13:21 Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði afskipti af á fjórða tug veiðimanna í gær þegar gæsaveiðitímabilið hófst. Segir lögreglan að allir, fyrir utan einn, hafi verið til fyrirmyndar, eftir að hafa farið yfir reglur um skotveiðar, kannað skotvopnaréttindi, veiðikort og skotvopn veiðimannanna. Meira »

Til Íslands á sæþotu frá Færeyjum

12:18 „Þetta er hrikalega flott. Þetta er þrautreyndur sæúlfur á sæþotu sem fer yfir mjög erfitt hafsvæði,“ segir Stefán Guðmundsson, eigandi og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants frá Húsavík, um þýskan ævintýramann sem hann rakst á í hvalaskoðun um helgina. Meira »

Ekki áður séð hnúfubak svo innarlega

11:42 Guðni Albert Einarsson var á ferð inn Djúpið er hann kom auga á hnúfubak sem hann myndaði með dróna og deildi svo atvikinu á Facebook, en þar sést hvalurinn hrækja frá sér hvítri flygsu. „Hverju skyldi hann vera að hrækja út úr sér, ætli það sé plastpoki,“ segir Guðni í færslu sinni. Meira »

155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk

11:39 Rúmlega 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram um síðustu helgi. Um er að ræða talsvert hærri upphæð en í fyrra, en þá söfnuðust 118 milljónir. Meira »

Sóttu þýfið sjálf í kjallarageymslu

11:03 Berglind Haðardóttir sótti stolinn bakpoka bandarískrar ferðakonu í geymslurými í blokk í Breiðholti í gær. Hún hafði lýst eftir síma konunnar á Facebook-síðu íbúasamtaka í Breiðholti og gaf þjófnum tækifæri á að skila bakpokanum. Meira »

Þurfa örvun og hreyfingu í einangruninni

10:58 Á meðan einangrunarkrafan er í gildi munum við gera okkar allra besta til að hundar fái allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi. Að þeir fái andlega örvun, hreyfingu og samskipti.“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, sem rekur einangrunarstöðina Mósel. Meira »

Ekkert fékkst upp í kröfur vegna Dalsmynnis

10:32 Skiptum er lokið á þrotabúi hundaræktarinnar Dalsmynnis og fundust engar eignir í búinu að því er greint er frá í Lögbirtingarblaðinu í morgun. Var kröfum upp á rúmar 2,3 milljónir kr. lýst í búið og fékkst ekkert upp í þær. Meira »

Skólar Hafnarfjarðar nánast fullmannaðir

10:21 Einungis vantar að manna 0,7% stöðugildi leikskólakennara hjá Hafnarfjarðarbæ. Enga grunnskólakennara vantar hjá bænum og eru frístundarheimili vel mönnuð. Þetta segir Einar Bárðarson, upplýsingafulltrúi bæjarins. Meira »

Verðmæti dróst saman um 15%

09:42 Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2017 var um 197 milljarðar króna sem er 15,2% minna en árið 2016.  Meira »

Árekstur á Bústaðavegi

09:08 Strætisvagn og fólksbíll rákust saman á Bústaðavegi fyrir skömmu. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu slasaðist einn lítils háttar og er talið líklegt að hann verði fluttur á slysadeild. Meira »

Kanna atferli í sumarhögum

08:18 Alls voru 118 staðsetningartæki sett á lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins í sumar og næsta sumar. Það var Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri GróLindar, sem dreifði staðsetningartækjum til sauðfjárbænda sem þeir settu á ærnar. Meira »

Skattkerfið fremur haganlegt hér

07:57 Gildandi grunngerð skattlagningar ökutækja og eldsneytis hér á landi er nokkuð nútímaleg, haganleg og einföld í samanburði við helstu nágrannaríki Íslands. Meira »

Vill enn fleiri áhorfendur

07:40 „Þetta er alltaf bara mögnuð tilfinning að klára maraþon,“ segir Íslandsmeistarinn í maraþoni, Arnar Pétursson, sem kíkti í síðdegisþáttinn á K100. Hann hljóp á 2:26:43, sem er besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni karla í Reykja­vík­ur­m­araþoni. Meira »

Átt þú skó í Eyjum?

07:37 Lögreglan í Vestmannaeyjum birti fjölda ljósmynda á Facebook-síðu sinni síðasta föstudag af óskilamunum frá Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Meira »

Snýst í norðanátt á morgun

06:57 Hægur vindur í dag og víða væta, einkum skúrir vestanlands en fyrir austan er það rigning eða súld. Á morgun snýst í norðlægari átt og léttir til fyrir sunnan, en skýjað norðan heiða. Víða má þó búast við skúrum, sér í lagi síðdegis. Meira »

Milljónir flúið land

05:30 Talið er að um 2,3 milljónir manna hafi flúið frá Venesúela á síðustu fjórum árum vegna efnahagskreppu.   Meira »

Hæstu launin um 1,5 milljónir

05:30 Borgarritari og sviðsstjórar velferðar-, skóla- og frístunda-, íþrótta- og tómstunda- og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar eru launahæstu embættismenn borgarinnar að því er fram kemur í svari kjaranefndar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 - 2000, 33 bindi, Kvæði Eggerts Ól...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...