Gengur ekki að RÚV sé á auglýsingamarkaði

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Það gengur ekki til lengdar að hafa Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og það verður ekki komist hjá því að Alþingi taki afstöðu til þessa máls. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, á Alþingi í dag.

Tímabært að skoða fjölmiðlalög að nýju

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hóf máls á stöðu fjölmiðla og lagasetningar í kringum þá. Vitnaði hún til skoðunar eftirlitsstofnunar ÖSE um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hér á landi og að styrkja ætti fjölmiðlanefnd. Tók Illugi undir með henni og sagði að tímabært væri að skoða lögin að nýju og stöðu fjölmiðlanefndar. Nefndi hann t.d. að skoða mætti hvort einhver verkefni sem nefndin hafi í dag mætti færa undir Samkeppniseftirlitið.

Í framsögu sinni sagði Birgitta að fjölskyldu-, hagsmuna- og eignatengsl og fleira væru raunveruleiki í litlu samfélagi eins og á Íslandi og því þyrfti að tryggja vel ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla. Vitnaði hún í grein sem Magnús Halldórsson, þáverandi blaðamaður Fréttablaðsins og núverandi fréttamaður á Kjarnanum, skrifaði undir heitinu „Litli karlinn“ um áhrif eigenda miðilsins á blaðamenn. Þá nefndi hún einnig forsetaframboð ritstjóra Morgunblaðsins og áhrif á blaðamenn miðilsins.

Fjölmiðlar þurfa að vera raunverulega óháðir

Sagði Birgitta að tryggja þyrfti að fjölmiðlar væru raunverulega óháðir og að almenningur vissi hver væri raunverulega eigandi þeirra eða hvernig þeir væru fjármagnaðir.

Illugi sagði ekki langt síðan ný fjölmiðlalög hefðu verið samþykkt, en að vegna mikilla breytinga væri rétt að endurskoða þau. Slíkt þyrfti að gera oft og reglulega. Nefndi hann meðal annars áhrif erlendra efnisveita á auglýsingamarkað sem ógn við innlenda fjölmiðla.

„Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi

Í því ljósi sagði hann rekstrarstöðu fjölmiðla áhyggjuefni. Vegna færslu tekna til erlendra fyrirtækja þyrfti að taka ákvörðun fljótlega um hvort taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Sagði hann það ekki gerast á einu eða tveimur misserum, en að undirbúa þyrfti slíkt. „Rekstrarstaða fjölmiðla mun fara versnandi, öll þróun í þá átt,“ sagði Illugi og bætti við að Ríkisútvarpið tæki í dag mikið áhorf og um leið auglýsingatekjur af einkamarkaðinum.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðandi ritstjórnarlegt sjálfstæði sagði Illugi nauðsynlegt að slíkt væri virt. Aftur á móti sagðist hann þeirrar skoðunar að einstaklingar ættu að geta stofnað fjölmiðla til að koma sínum skoðunum á framfæri, en að þá þyrfti eignarhald að vera ljóst.

Ólíðandi þróun að ráðamenn velji sér fjölmiðla til að ræða við

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði undir umræðum um málið að sú þróun vekti athygli sína að ráðamenn væru í auknum mæli að velja sér fjölmiðla til að ræða við. Slíkt væri ekki líðandi og því væri nauðsynlegt að standa vörð um fjölmiðil í almannaeigu og að ekki mætti minnka framlög til stofnunarinnar.

Fleiri þingmenn minnihlutans tóku til máls og tóku undir að tryggja þyrfti stöðu Ríkisútvarpsins. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sagði í raun ekki skipta máli hvort stofnunin væri á auglýsingamarkaði eða ekki. Það þyrfti bara að tryggja að hún gæti rekið sig sómasamlega.

Aldrei ódýrara að stofna fjölmiðil

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði aftur á móti aldrei ódýrara eða auðveldara að stofna fjölmiðil og því þyrfti frekar að draga Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði svo ýtt væri undir fjölbreyttari fjölmiðlun og fleiri einkaaðilar hefðu aðgang að auglýsingatekjum.

Undir lok umræðunnar steig Illugi á ný í pontu og sagðist sjá málið þannig að það væri nauðsynlegt að hafa öflugt almannaútvarp. „Veigamikil rök fyrir því,“ sagði hann. Það þyrfti aftur á móti að horfa á fjölmiðlamarkaðinn í heild þar sem einkamarkaðurinn gæti þrifist við aðstæður þar sem miklar breytingar á auglýsingamarkaði væru. Sagðist hann hafa áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla. „Þarf að komast lausn í það,“ sagði hann og bætti við að ekki væri langur tími til stefnu til þess að koma Ríkisútvarpinu af auglýsingamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

19:55 Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

Ákærð fyrir tæp 30 þjófnaðarmál

19:33 Framlengt gæsluvarðhald konu ákærðrar fyrir hátt í 30 stuldi hefur verið staðfest af Landsrétti. Landsréttur taldi ólíklegt að hin ákærða myndi hætta að brjóta af sér áður en niðurstaða fengist í málinu. Meira »

Veita 100 m.kr. til neyðaraðstoðar í Jemen

19:14 Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Tóku landganga úr notkun vegna veðurhams

18:56 Taka þurfti alla landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna vindhraða. Stigabílar eru heldur ekki í notkun af sömu ástæðu og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, 12 flugvélar frá Icelandair sem fara áttu í loftið síðdegis nú bíða þess að komast af stað. Meira »

Eldur í verkstæði á Neskaupstað

17:55 Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu verkstæði á Norðfirði um klukkan 15:30 í dag. Meira »

Kærðu sölu á kjöti af heimaslátruðu til lögreglu

17:51 Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögregla taki til rannsóknar markaðssetningu á lambakjöti af heimaslátruðu á bændamarkaði sem haldinn var á Hofsósi í lok septembermánaðar. Meira »

Kópavogsbær sýknaður af kröfum Lauga

17:30 Landsréttur hefur sýknað Kópavogsbæ af skaðabótakröfum Lauga vegna ákvörðunar bæjarins um að hafna tilboði fyrirtækisins í leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í bænum. Þar með staðfesti Landsréttur sýknudóm Héraðsdóm Reykjaness síðan í febrúar síðastliðnum. Meira »

Segir tillögur Miðflokksins fjármagnaðar

17:28 „Það er ekki hægt að leggja alla pósta saman og segja að verið sé að auka útgjöld, það er ekki rétt aðferð,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjárlagafrumvarpið. Meira »

Unnið að því að meta skemmdirnar

17:04 Ekkert liggur enn fyrir um umfang skemmdanna sem urðu á farþegaþotu WOW air á flughlaði St. Louis flugvallarins í gær, né hversu langan tíma mun taka að gera við vélina. Að sögn upplýsingafulltrúa WOW air er nú unnið að því að meta skemmdirnar og hvert framhaldið verði. Meira »

Tími aðgerða að renna upp

16:52 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa starfshóp til þess að útfæra sértækar aðgerðir sem eiga að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðarhúsnæði, en félags- og jafnréttismálaráðherra lagði fram tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Meira »

Hika ekki við að svíkja gefin loforð

16:36 „Í vikunni varð ljóst að stjórnvöld ætla ekki að eiga frumkvæði að því að jafna kjörin og beita skatt- og bótakerfinu til jöfnuðar. Slíkar breytingar þarf greinilega að sækja fast og eru það vonbrigði.“ Þannig hefst pistill Drífu Snædal, forstjóra ASÍ. Meira »

Eiríkur hlýt­ur verðlaun Jónas­ar

16:32 Eiríkur Rögnvaldsson hlaut í dag verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar þegar þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Höfn. Við sama tækifæri tók Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson við sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir verkefnið Skáld í skólum. Meira »

Dómur í kynferðisbrotamáli mildaður

16:30 Landsréttur hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára stúlku árið 2015 og dæmt hann til að greiða henni 1.3 milljónir króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjaness hafði einnig dæmt manninn í 18 mánaða fangelsi en það var ekki bundið skilorði. Meira »

Mengunin hverfur með „Soda Stream“

16:22 „Þetta er í sjálfu sér einföld aðferð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnastjóri hjá CarbFix teymi á Hellisheiði. Undanfarin 11 ár hefur aðferð verið þróuð sem hefur skilað sér í því að nú eru þau farin að binda um 10 þúsund tonn árlega af losun Hellisheiðarvirkjunar og meirihlutann af brennisteinsvetninu sem verksmiðjan losaði. Meira »

Mikið vatnsveður á höfuðborgarsvæðinu

16:15 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðarfirði. Búast má við hvössum vindi og snörpum vindkviðum við fjöllum og færð er varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að kanna hvort niðurföll séu í lagi. Meira »

Sagt upp fyrirvarlaust eftir 44 ár

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vöku hf, björgunarfélag, til að greiða karlmanni á sjötugsaldri rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum fyrirvaralaust upp störfum, án uppsagnarfrest, eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu. Meira »

Vilja lækka skatta og auka útgjöld

15:55 Miðflokkurinn segir of mikinn útgjaldavöxt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og leggur til að auka útgjöld ríkissjóðs um 2,4 milljarða króna. Þá leggur flokkurinn einnig til í breytingartillögum sínum við frumvarpið að tekjur verði 4,8 milljörðum minni. Meira »

Banksy lofi nýju verki verði Jón dæmdur

15:42 Listamaðurinn Banksy virðist hafa fengið veður af umræðunni um verk Jóns Gnarr, en hann sendi borgarstjóranum fyrrverandi skilaboð í dag og sagðist myndu senda Jóni nýtt verk yrði hann dæmdur fyrir að eyðileggja verkið. Meira »

Margir lesa á íslensku sér til gamans

14:59 Nær helmingur landsmanna sagðist að jafnaði lesa sér til gamans í hverri viku samkvæmt nýjustu könnun MMR á lestrarvenjum, eða 42%. 68% svarenda kváðust hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar síðustu tólf mánuði. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
LAGER AF DIM UNDIRFATNAÐI TIL SÖLU!
Til sölu lager af DIM dömu undirfatnaði, sokkabuxum, sokkum ásamt herra nærfatn...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...