Óheimilt að synja íbúa um húsaleigubætur

Reykjavíkurborg er óheimilt að mismuna þeim, sem þar eiga lögheimili, ...
Reykjavíkurborg er óheimilt að mismuna þeim, sem þar eiga lögheimili, nema slíkt styðjist við málefnaleg rök. Sú skylda hvíldi á borginni að gæta þess við afgreiðslu á umsókn konunnar að ekki yrði á hana hallað í samanburði við aðra íbúa sveitarfélagsins sem njóta þeirra bóta. mbl.is/Styrmir Kári

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni konu, sem er öryrki, um sérstakar húsaleigubætur þar sem hún leigði íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Var konunni synjað þar sem hún var ekki leigjandi á almennum leigumarkaði eða væri í leiguíbúð á vegum Félagsbústaða.

Dómurinn féll sl. fimmtudag en þar staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. apríl 2015.

Konan, sem er öryrki og glímir við mikinn félagslegan vanda, tók íbúð á leigu í september 2012 af Brynju. Samkvæmt leigusamningi, sem þá var gerður, var hann tímabundinn þannig að leigutími hófst 15. september 2012 og lauk 15. mars 2013. Jafnframt átti konan sem leigjandi forgangsrétt að húsnæðinu að leigutíma loknum og fram kemur að hún búi enn í íbúðinni.

Á árinu 2013 fór konan fram á að fá greiddar svonefndar sérstakar húsaleigubætur frá Reykjavíkurborg. Í nóvember það ár var umsókninni hafnað, meðal annars með svohljóðandi rökstuðningi: „Samkvæmt 3. gr. í reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík uppfyllir sá ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur sem leigir húsnæði sem ekki er á almennum leigumarkaði eða er ekki í leiguíbúð á vegum Félagsbústaða.“

Konan höfðaði mál í mars 2014 þar sem hún krafðist ógildingar á ákvörðun borgarinnar á beiðni hennar um sérstakar húsaleigubætur. Hún vann sigur í héraðsdómi, sem fyrr segir. Reykjavíkurborg skaut málinu svo til Hæstaréttar í september 2015 og lá endanlegur dómur fyrir í síðustu viku.

Borgin fullnægði ekki skyldu sinni á viðhlítandi hátt

Í dómi Hæstaréttar kemur fram, að með hliðsjón af 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar væri borginni heimilt að setja almennar reglur um félagslegar íbúðir og sérstakar húsaleigubætur að því tilskildu að þær brytu ekki í bága við ákvæði laga um húsaleigubætur eða önnur viðeigandi lagaákvæði.

Sú skylda hvíli á Reykjavíkurborg sem sveitarfélagi að gæta þess við afgreiðslu á umsókn konunnar um sérstakar húsaleigubætur samkvæmt 11. gr. stjórnsýslulaga að ekki væri á hana hallað í samanburði við aðra íbúa sveitarfélagsins sem nytu þeirra bóta, en meðal þeirra væru leigjendur hjá Félagsbústöðum sem byggju óumdeilanlega við hliðstætt húsnæðisöryggi og konan.

Þar sem Reykjavíkurborg hafði ekki fullnægt þessari skyldu sinni á viðhlítandi hátt var ákvörðunin felld úr gildi.

Orðrétt segir í dómi Hæstaréttar: „Sökum þess að áfrýjanda [Reykjavíkurborg] er sem sveitarfélagi óheimilt að mismuna þeim, sem þar eiga lögheimili, nema slíkt styðjist við málefnaleg rök hvíldi sú skylda á honum að gæta þess við afgreiðslu á umsókn stefndu [konunnar] um sérstakar húsaleigubætur samkvæmt 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að ekki væri á hana hallað í samanburði við aðra íbúa sveitarfélagsins sem njóta þeirra bóta. Meðal þeirra eru leigjendur hjá Félagsbústöðum hf. sem búa óumdeilanlega við hliðstætt húsnæðisöryggi og stefnda. Hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að hann hafi fullnægt þessari skyldu sinni á viðhlítandi hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Guðveig leiðir lista framsóknarmanna í Borgarbyggð

Í gær, 20:30 Guðveig Anna Eyglóardóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gær. Meira »

Búum að því að eiga einstaka smiði

Í gær, 20:10 Magnús Karel Hannesson segir að Eyrarbakki eigi sér framtíð sem hann byggi á fortíðinni og að gamla götumyndin sé stór þáttur í því. „Nú þegar þjónusta við ferðamenn er að verða einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þá eru mikil verðmæti sem við eigum hér og eru fólgin í þessari gömlu byggð.“ Meira »

Leiðandi í mælingum framfara

Í gær, 19:43 „Þetta verkefni er bara byrjunin. Social Progress Imperative (SPI) hefur talað fyrir vísitölu félagslegra framfara (VFF) um allan heim. Ástæðan fyrir því er einföld – við erum þeirrar skoðunar að dugmikið fólk geti með góðu gagnasafni skipt sköpum fyrir samfélagið,“ sagði Michael Green, forstjóri stofnunarinnar SPI, á fundi sem haldinn var nýverið í Kópavogi. Meira »

Vann 330.000 kr. í lottó

Í gær, 19:37 Enginn var með allar aðaltölurnar réttar í lottóútdrætti kvöldsins og verður því aðalvinningurinn þrefaldur í næstu viku. Einn heppinn miðaeigandi var hins vegar með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 330.000 kr. í vinning. Meira »

Þessi dauðans óvissa

Í gær, 19:34 Þjóðin var slegin þegar fréttir bárust í byrjun mars um að Íslendingur væri mögulega fórnarlamb stríðsins í Sýrlandi. Nú um tveimur mánuðum síðar hefur enn ekki tekist að finna Hauk Hilmarsson, lífs eða liðinn. Meira »

Úthlutaði um 40 milljónum á hamfarasvæðum á Grænlandi

Í gær, 19:00 Landssöfnunin Vinátta í verki safnaði í fyrra um 40 milljónum króna í kjölfar náttúruhamfara á Vestur-Grænlandi. Nú er búið að ganga frá stofnun Sjálfseignarstofnunar sem útdeilir fénu í þágu barna og ungmenna á hamfarasvæðinu. Meira »

Með fjölda höggáverka á líkamanum

Í gær, 18:17 Karlmaður á sjötugsaldri sem lést í uppsveitum Árnessýslu í lok mars var með fjölda höggáverka víðs vegar um líkamann, að því er kom fram í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar á líki mannsins. Meira »

100% stuðningur við Sigmund

Í gær, 18:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag kjörinn formaður Miðflokksins með 100% atkvæða. Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn varaformaður Miðflokksins með 64% atkvæða. Birgir Þórarinsson hlaut 36% atkvæða. Meira »

Of mikið áreiti á samfélagsmiðlum

Í gær, 17:50 Of mikið magn af auglýsingum er á samfélagsmiðlum og fyrirtæki þurfa að vanda markaðssetninguna á þeim og forðast að birta sömu auglýsinguna of oft, samkvæmt rannsókn Arnars Más Friðrikssonar. Meira »

Sýknað af bótakröfu með hjálp Facebook

Í gær, 16:40 Hæstiréttur hefur sýknað Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem vildi fá bætt tjón sem hann kvaðst hafa orðið fyrir í slysi á mótorhjóli sínu, en með því sneri Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem taldi sannað að tryggingafélagið væri bótaskylt. Meira »

Sveitarfélögum fækki um tvö

Í gær, 16:34 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest sameiningar sveitarfélaga sem taka gildi 10. júní. Er þar annars vegar um að ræða sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs á Reykjanesi og hins vegar sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar á Austurlandi. Meira »

Mikið um að vera á Barnamenningarhátíð

Í gær, 16:32 Barnamenningarhátíð stendur nú yfir og ljósmyndari mbl.is kíkti á það sem í boði var fyrir börnin í Reykjavík og Kópavogi.  Meira »

Aðstæður geta orðið varhugaverðar

Í gær, 16:16 Búast má við talsverðri úrkomu á Austurlandi með kvöldinu, rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax

Í gær, 14:30 Efsta mál Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er að fá Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax. Þetta kom fram í ræðu Dags B. Eggertssonar í Gamla bíói rétt í þessu þar sem hann kynnti helstu stefnumál flokksins. Meira »

Lögreglumaður fær tvær milljónir

Í gær, 13:44 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið greiði rannsóknarlögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu rúmar tvær milljónir króna með vöxtum. Meira »

Umdeild notkun ópíóðalyfja

Í gær, 15:41 Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að fækka ópíóðalyfjum í umferð á Íslandi til að reyna að minnka ópíóðafíknivandann. Hann segir lyfin gegna mikilvægu hlutverki ef þau eru rétt notuð, t.d. eftir skurðaðgerðir, við krabbameini og í líknarmeðferð, en telur notkun slíkra lyfja við stoðkerfisverkjum umdeilda. Meira »

Hefur valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum

Í gær, 13:46 Fram kemur meðal annars í minnisblaði sem Ólafur Jóhannes Einarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók saman að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins um svonefndan þriðja orkupakka Evrópusambandsins að hann haggi í engu heimildum íslenskra stjórnvalda til að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindum sem eru í opinberri eigu eins og þegar sé gert íslenskum lögum. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum um varðhaldið

Í gær, 13:12 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir lög skýr um að enginn sitji í gæsluvarðhaldi án dómsúrskurðar. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, og ræddu þau m.a. um skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um Ísland og mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »
Ukulele
...
PENNAR
...
Stór fálki eftir Guðmund frá Miðdal
Til sölui stór fálki eftir Guðmund frá Miðdal,, uppl. í síma 772-2990 eða á netf...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...
Skipulagsaugl
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveit...